þriðjudagur, apríl 12, 2005

Í barnapíuhlutverkinu sit ég í Austurhlíð, er svo sem ekkert þaulreynd í bransanum en verkefnið er ekki flókið.
Í nýju skrifstofuvinnunni minni er ég búnað hanna vaktlista og skrifa matseðla, sem er alls ekki leiðinlegt, bara svona ágætis dund. Fór meiraðsegja í búðina í dag og rakst á fullt af fólki mér til mikillar skemmtunar. Svo skemmdi nú ekki fyrir að ég var í nýju kúrekastígvélunum mínum, sem gerði þetta að dásemd.
Sumarið er allt að koma í ljós, kannski ferðast maður pínu með útlendingnum henni Helinu, eða þá ég verð bara hér og vinn og vinn og vinn... bæði er betra, vona bara að það komi önnur hitabylgja, ég þarf að jafna út þennan vatnsslag síðan í fyrra. (og rifja upp hver það var sem bleytti mig mest)

Jæja blah... þessi lesning er örugglega ekki skemmtilesning kannski í mesta lagi afþreyingarlesning og ég vona að fólk sem þekkir mig ekkert sé ekki að eyða tíma sínum í þessa vitleysu.