þriðjudagur, júlí 12, 2005

Dauðavakt í lobbýinu, búið að vera brjálað að gera, ég hef varla getað andað.

Átti svo dásamlegan dag í gær. Ég tók nefninlega ljósritunarherbergið í gegn. Sem er eiginlega ekki bara ljósritunarherbergi heldur líka birgðalager og bréfalager og bókhaldsgeymsla. Dásamlegt. Þarna allaveg voru kassar í stöflum með minjagripum og bæklinum og öðru sem við dreifum hérna í lobbýinu. Ég fékk ógeð og ákvað að taka þetta bara gjörsamlega í gegn, en af því ég hef ekki þann hæfileika til að vera á 3 stöðum í einu þá fékk ég Jón og Ármann frændur mína til að hjálpa mér. Sagði þeim meðal annars að ef það yrði ekki hvert rykkorn ryksugað upp af teppinu þá fengju þeir ekkert kaup fyrir allan júlí. Ljósritunarherbergið hefur aldrei verið eins dásamlegt. Ég ætla að fara að eyða tíma þar á eftir :)

Ég er orðin stjöf af þreytu, hef ekkert getað gert af viti í dag nema veita endalaust af upplýsingum. Á meðan segi ég við sjálfa mig í huganum "mundu að þú ert ekki upplýsingamiðstöð, fólkið þarf bara að fá að vita nokkra hluti" ég myndi nefninlega aldrei á minni litlu ævi vilja vinna á upplýsingamiðstöð, mér finnst það eitthvað svo trist. Hérna erum við þó allavega með einhvern business líka. Well well... ég ætla að leggja mig á eftir og svo er ´einu sinni í viku aktívítetið´ á eftir með frænku. Í kvöld ætlum við að fara að borða á Hótel Reykjahlíð, og njóta matarins í tætlur!

Njótið myndanna og kommentið endilega á allt fallega fólkið í Mývatnssveit :)