sunnudagur, júlí 17, 2005

Fæðing Jesú..
Áðan komu til mín hjón, skeggjaður maður og ófrísk kona og spurðu hvort ég ætti herbergi laust, en því miður þá átti ég ekkert. Þau sögðust þá vera búin að leita á talsvert mörgum gististöðum og allt virðist vera fullt. Merkilegt, ætli Jesú hafi ekki bara fæðst á háannatíma, þess vegna voru öll gistihúsin full og hann þurfti að fæðast í fjárhúsunum... ástæðan gjörsamlega komin. Maður á alltaf að panta fyrirfram!
Hitti Haltur leiðir Blindann áðan, þeir voru svaka skemmtilegir, tóku mynd af mér og alles, ég var líka góð við þá og leyfði þeim að öppdeita heimasíðuna sína, þar sem myndin af mér mun birtast fljótlega. Svo fóru þeir í gamla að borða.
Það er alltaf gaman að skandalísera smá, bara stundum er maður sjálfur svo hissa, sérstaklega þegar fólk segir ÞURÍÐUR ÞÓ!