fimmtudagur, júlí 14, 2005

Ég er búin að vera í fáránlega vondu skapi núna seinni partinn í dag. Vaknaði seint og um síðir og viti menn sólskin, logn og heiðskýrt. DÁSAMLEGT! og það besta var eiginlega bara að þetta var tilbreyting frá rigningunni og rokinu sem er búin að ráða ríkjum hérna í sveitinni síðasta mánuðinn. Fór auðvitað beint í lónið og grillaði mig þar, brann og yndisleg heit allt saman. Fór síðan heim, talaði við mömmu, fór á gamla, skoðaði myndrinar síðan í gær (sem koma bráðum) og svo fór ég í vont skap. Ég er sár og reið, ég veit alveg afhverju ég vil bara ekki viðurkenna það fyrir sjálfri mér að ég sé ennþá að láta þetta fara svona í mig. Ég held bara að vissu leiti sé ég þannig gerð að ég loka á hluti og seint og um síðir þá koma þeir út, í þessu tilfelli ekki nema rétt um 3 mánuðum síðar. En svona er þetta bara, vona að þetta komi ekki til að hrjá mig lengi, veit samt að ég get ekki einu sinni séð ákveðið fólk í langa stund í viðbót. Þannig er það bara...