
Ég er ekki frá því... er á aukavakt. Átti í smá næturbrölti, mér skilst nefninlega að Verslunarmannahelgin sé gengin í garð og þá sé einfaldlega bannað að fara snemma að sofa NO MATTER hversu snemma maður á að mæta í vinnunna daginn eftir. Meirað segja þótt það sé 07:30. Annars þá verður þetta engin massa versló hjá mér. Átti bara frí í gær og er svo búin að taka að mér þessa aukavakt í dag og á morgun og svo næturvakt annað kvöld VÍHÚ þokkalega sátt með það þar sem það eru hvort sem er allir að fara til Akureyrar og ég á 90% álagi :)
Annars var sem sagt gleði í gær, ég tók myndir, reyndar ekki þessa en ég lét hana bara fylgja af því Konnir frændi er svo mikið honní böns. Massaði gleðina og var svaka glöð en aðallega samt fegin, laus við allt vesen... það var nefninlega á Akureyri svo ég fékk þokkalegan frið. Var glöð og hress í hópi góðra og fyrrum starfsmanna Hótel Reynihlíðar.
Planið næstu helgi um að kíkja kannski í borgina er algjörlega off. Það er ekkert fútt í því þegar mamma og sys eru á Króatíu og Sigrún þjáningarsystir í Boston. Þá frekar verð ég nú bara hérna í sveitinni. Það verður örugglega eitthvað að gerast hérna, allavega er sjaldan dauður punktur hérna í sveitinni...
Anyways, ætla að hætta þessu bölvaða kjaftæði og reyna að komast að því hvenær í ósköpunum lagadeildin byrjar.
<< Home