laugardagur, júlí 09, 2005

Kvöldvaktir á laugardögum eru mjöög frústrerandi. Voða lítið að gera, engin á msn og allir að undirbúa sig til að fara á barinn. Það skiptir svo sem ekki máli, ég fer bara á barinn þegar ég er búin klukkan 23:30... aldrei að vita, þá get ég bara verið aðeins lengur ;) Er að hugsa um að go crazy í kvöld, fara á barinn í grænu buxunum mínum, panta þar einn límonaði í stóru glasi, hlamma mér undir hitarann og sitja þar og spjalla og hlægja í þennan hálftíma sem barinn er opinn eftir að ég er búin að vinna. Draga þá gömlu frænku með mér á næsta bar, fara þar á barinn og vera með dólgslæti við Maríu (hún var með dólgslæti hjá mér síðustu nótt) og heimta fría drykki og hella þeim í mig á ofurhraða, drífa mig svo í þetta afmæli sem ég frétti einhversstaðar að mér væri boðið í, tala þar mjög hratt og mikið og hlægja ógeðslega hátt og asnalega og fara svo og sofna ha humm... ja ég veit það ekki...

Bylgjan er leiðinleg núna Rás 2 spilar einhverja stórfurðulega tónlist, en mér til mikillar hamingju þá get ég hlustað á diskinn dásamlega X&Y með Coldplay, hreint meistara stykkir... LOVE IT!