laugardagur, júlí 16, 2005

Næturvakt 1
Það eru hljóð hérna, klakavélin framleiðir klaka í massavís og það er held ég einhver umgangur, mér finnst það alltaf jafn krípí.
SJÆSE hvað það er búið að vera KLIKKAÐ veður hérna síðustu 3 daga, og ég náttúrulega í fríi :D Er búin að taka svaka lit og er bara búin að taka fullt fullt af lit, og nefið á mér er eeeeldrautt. Það sem er ekki eins skemmtilegt er það að ég er með sólgleraugnafar... mér finnst það ekki töff. Ég man þegar ég var lítil þá var mamma alltaf með svoleiðis og ég skammaðist mín svooo fyrir hana... En næst er það bara sólbað án sólgleraugna!
í gær fórum við í miðnæturfótbolta. Það var dásamlegt, hérumbil allir starfsmenn Hótel Reynihlíðar voru með, skiptum í lið eftir deildum og skemmtum okkur svakalega vel... þegar leiknum lauk 3-1 FYRIR MÍNU LIÐI! þá fórum við í american frisbí, sem var svona útgáfa af american football, nema frisbídiskur í staðinn fyrir boltann. Það var gaman, heljarinnar átök, en enginn slaðasist, hinsvegar erum við öll í dag með þvílíkar harðsperrur, enda er rugl að hreyfa sig ekki í rúmlega 2 mánuði og fara svo í svona massa átök. En gaman var það engu að síður, og við stefnum pottþétt á að gera þetta aftur. Planið núna er að reyna að halda firmakeppni og fá hin fyrirtækin í sveitinni til að keppa við hvort annað, og hafa alltaf gaman í miðnæturfótbolta... spurning hvernig fólki líst á það...
En jæja... ég held að það sé spurning um að þrífa eitthvað fyrst ég er hérna á annað borð. Ciao í bili bara elskurnar mínar!
p.s. það er partý núna upp í þorpi held ég og ég vildi að ég væri með...