mánudagur, júlí 25, 2005

WeLl Ó wElL
Þá er það afstaðið... öll heila helgin, pöbbaröltið og alles. Pöbbaröltið þarf ég lítið sem ekkert að minnast á, það var bara fáránlega skemmtilegt.
En helgin ó mæ. Yndislegasta og besta helgi sem ég hef átt í svona 10 ár. Sennilega síðan ég fór í útilegur með ma&pa hérna í gamla daga.
  • Skógarpartý föstudag, vorum þæg falleg og góð
  • Dimmuborgir í kirkjuna, myndatökur og hlátur
  • pikk nikk í Höfða, nestið saman stóð af bastkörfu sem innihélt rauðvín, osta, snakk og epli, köflótt teppi og svo var líka fótbolti og badminton spaðar með í för. Þarna dvöldum við í næstum 3 tíma.
  • Lónið... ummmm yndislegast! Fengum okkur bjór og spjölluðum meira og hlógum meira. Lágum þar bókstaflega flatbrjósta í laaaangan tíma.
  • Grilluðum í garðinum, salat, kjöt, sósur... dásamlegt!
  • Barinn
  • Skógarpartý...
  • Og svo fóru þau í dag og ég sakna ykkar strax elskurnar mínar!

Takk fyrir ÆÐISLEGA HELGI hún verður seint gleymd. En héðan í frá verður þetta klárlega árlegt, gullglyðrur, goldmembers og gullmolar, hvenær sem þeir svo koma. DÁSAMLEGT YNDISLEGT!

En hvað sem þessu öllu líður þá mætti ég í vinnuna í dag kl 15:00 og er ennþá að vinna og klukkan er 02:26, ég verð hérna til 07:30. Talandi um að ætla að drepa sig úr vinnu. Þetta er bara einhvernveginn þannig að maður asnast til að segja já þegar maður er beðinn og stór sér svo eftir því þegar kemur að því. En svona er þetta bara. Fríið mitt um versló er off, þar sem ég er að taka morgunvakt fyrir Simma, skulda honum nefninlega þar sem hann var svo dásamlegur að taka næturvaktina mína í gær. En helgina eftir það hinsvegar er ég í fríi aaaallla helgina. Það verður nú sérdeilis fínt :) Ætla að hætta að röfla að fara að þrífa klósett..