föstudagur, ágúst 05, 2005


Í gær fór ég til Töff Húsavíkur, hér með verður bærinn aldrei kallaður neitt annað en Töff Húsavík. Þar er Sólbaðsstofan Töff sól, líkamsræktin Töff sport, hárgreiðslustofan Töff hár og fatabúðin Töff föt. Fyrir utan það náttla að Húsvíkingar eru óendanlega Töff. Við vorum auðvitað líka Töff.

Annars þá fer allt fram frekar friðsællega þessa dagana, það var stefnt á ´Wild (sex) in the nature´ en mér sýnist veðrið ekki ætla að leifa okkur það. í staðinn verður stefnan tekin á Gíg í Mojito... ummmmm dásamlegt!