Jæja, er byrjöð að pakka niður, þetta er eins og að flytja heila búslóð ég get svo svarið það. Auðvitað er ég svona semí búin að búa hérna í tæpa 7 mánuði, skroppið til RVK inn á milli og bætt í fataskápinn. Svo núna er ég komin með 2 kassa, 3 töskur og 2 bakpoka fulla af dóti og ekki er allt búið enn. Svo má auðvitað ekki gleyma að Eyjólfur er búinn að bætast í eignasafnið og greyinu verður gert að bera allt hafurtaskið í höfuðborgina.
Ég er orðin eitthvað stressuð yfir þessu öllu saman. Kannski er ég búin að gleyma hvernig á að læra, taka lífið alvarlega, fara snemma að sofa, vera heima hjá mér á kvöldin og svonna... þetta verður erfitt en ég get ég skal ég vil!
Ég er orðin eitthvað stressuð yfir þessu öllu saman. Kannski er ég búin að gleyma hvernig á að læra, taka lífið alvarlega, fara snemma að sofa, vera heima hjá mér á kvöldin og svonna... þetta verður erfitt en ég get ég skal ég vil!
<< Home