

Jæja þá er það komið, skólinn hefst 1. september, en kennsla hjá mér hefst 2 sept þar sem ég verð ekki í skólanum á fimmtudögum allavega á haustönnini. Spenningurinn er held ég gjörsamlega í hámarki. Ég hlakka svo til! Skrítið samt að hlakka svona til, ég er fegin að ég tók þetta blessaða ársfrí til að finna út hvað ég vildi gera. Núna er ég búin að ákveða og það verður FÁRÁNLEGA gaman. Svo er nú Marta flutt þarna í næsta nágrenni, ég get heimsótt hana og Júpíter á Eggertsgötuna þegar ég vil, vona bara að ég verði velkomin í heimsókn. Annars bara læra læra læra.
Í gær fórum við í hinn marfræga 7 drykkjuleik. Hann virkaði mun skemmtilega af því að við koumst mjög snemma yfir hundrað og þetta reyndist okkur eiginlega of auðvelt á íslensku þannig við byrjuðum á að snúa þessu upp í þýsku, svo dönsku... að lokum var þetta allt svo auðvelt að við ákváðum að það máttu allir nota bara það tungumál sem við vildum og við enduðum í íslensku, ensku, þýsku, dönsku, spænsku, grísku og frönsku. Þá vorum við ekkert svo svakalega góð en klárlega missionið núna að verða góð í tungumálasjöunni.
Ég og Sigrún erum iðulega í leik sem við kjósum að kalla "pólitíska flóttamanna leikinn" þá er hún venjulega pólitískur flóttamaður, ég góða konan að bjarga greyið flóttamanninum á mínu heimili (eðaöfugt) svo er einhver óprúttinn maður að elta flóttamanninn fyrir utan. Þessi leikur er fúlasta alvara.
<< Home