laugardagur, september 17, 2005

Er ekki spurning um að skipta bara um umræðuefni...

Var ein heima í gær á föstudagskvöldi í fyrsta skipti í mjög mörg föstudagskvöld. Ég hef alltaf haft eitthvað fyrir stafni og þetta var mjöööög undarlegt. Reyndi hvað ég gat til að vera dulgleg við að finna mér eitthvað að gera, endaði síðan útá vídjóleigu og tók Along came Polly og vældi svoltið yfir henni. Er alveg í þeim bransanum þessa dagana, að væla yfir myndum og þáttum og ýmsu svona. Svoltið meir. Ætli Demi sé svona???

Er að reyna að halda mér vakandi yfir Kröfuréttinum sem gengur svona lalala... ekkert leiðinlegt en pínu þurrt...

Bið að heilsa í bili adios,
The young Demi