miðvikudagur, september 21, 2005

KLUKK!

Harpa Klukkaði mig... Sigrún var reyndar búin að Klukka gullglyðrurnar en ég tel þetta allt annað, hérna er ég ein og óstudd. Allaveg 5 ó eða lítið þekktar staðreyndir um mig og svo klukka ég 5 aðra. Eins og einhver sagði.... Ekkert mál!

1. Ég hef aldrei farið með deit í fjölskylduboð/þorrablót/afmæli eða bara yfirleitt. Hef ekki fundið þörf til þess hingað til. En hins vegar þá er það klárt mál að ég ætla ALDREI aftur deitlaus á þorrablót í Mývatnssveit.

2. Þegar ég var lítil talaði ég frekar skýrt mál þótt ég segi sjálf frá. Reyndar talaði ég eins og áttrætt gamalmenni þar sem ég var alltaf í pössun hjá "langömmu" minni á Húsavík. En eina orðið sem ég gat ekki sagt almennilega var mjöðm ég sagði alltaf mjölm. "Mamma mér er svo illt í mjölminni." Reyndar gat ég ekki heldur sagt lagkaka og sagði alltaf lafkaka, þótti dásemdarfyndið í jólaboðunum í þá daga.

3. Ég er með marcus gun syndrom sem er einhverskonar villuboð í taugunum. Gerir það að verkum að vinstra augað og munnurinn tengjast saman. Alltaf þegar ég hreyfi munninn þá hreyfist augað líka. Hef reyndar mikla stjórn á þessu, en stundum þegar ég er þreytt eða í glasi þá kemur þetta mjög augljóst út. Pabbi sagði mér síðan um daginn að í raun væri munnurinn líka slappur en ég er greinilega búin að ná honum á strik því brosið næst ekki af mér :)

4. Ég sef alltaf í ullarsokkum, eða svona langoftast. Það er svoooo kalt að sofa ein....

5. Mætti samtals í 26 leikfimi tíma öll þau fjögur ár sem ég var í Verzlunarskólanum, en náði samt faginu öll árin.

Jæja.... þá er það komið. Kannski ekkert sem kemur fólki á óvart, enda vita einhvernveginn flest allt.... sei sei jæja.... Berglind, Tinna, Ástríður, María og Jói/Helgi/Einar þið eruð klukkuð... þetta verður fróðlegt að sjá :)