föstudagur, október 14, 2005

Ég get ekki horft á íslenska bachelorinn, mér finnst þetta eitthvað svo pínlegt og vandræðalegt. Veit ekki afhverju, mér finnst íslenska idol alltí lagi og ekki pínlegt at all nema kannski helst örlítið til að byrja með, en svo syngja bara allir og verða sætir og fínir þangað til einhver einn verður stjarna. Ég held einhvern veginn að þessi blessaði íslenski bachelor og dömurnar hans komi alla þáttaröðina til með að verða svaka pínleg og vandræðaleg. Ég gafst upp eftir tíu mínútur í gær af því ég bara meikaði þetta ekki. Mér finnst verst að þau hafa varla húmor fyrir þessu heldur er þetta fúlast alvara, og eins og þær sögðu sjálfar í gær þá er "bitch fightið" byrjað. Um hvað? gaurinn sem þær eru búnar að þekkja í korter? þetta er bara í keppnisskapið í þeim, ég allavega trúi því ekki að gæinn sé svona heitur að þær séu allar 12 fallnar fyrir honum...

Einhver starfsmaður olíufélagsins renndi kortinu mínu tvisvar um daginn og rændi mig þar með 700 krónum sem ég þarf að fara og innheimta... bölvað vesen....

Prófatörn núna, þrátt fyrir að prófið sé bara eitt... hef 8 daga til að verða fullkomlega fær um að svara hverju sem er í inngangi að lögfræði, ætla nefninlega að massa þetta og stefni ótrauð á toppinn... annað er hreinlega ekki töff.

Aaaaaanywaus