mánudagur, október 31, 2005


komin heim úr sveitinni þar sem ég naut náttúru, skemmtunar og lærdóms. Harpa sótti mig á miðvikudaginn og þetta var framrúðan á bílnum og eina myndin sem ég tók... Komst að því að Ísland er skemmtilegt spil og mig langar að eiga það. Komst að því að mér finnst nokkuð gaman að lífi mínu og komst að því að jah... mig langar... ég veit ekki bla. Sneri svo í dag aftur í hið daglega amstur. Get ekki sagt að það hafi farið skemmtilega þar sem ég er með einhvern viðbjóðs verk í bakinu og get varla hreyft mig.
Læt fylgja með mynd af litla Hirti Mörtusyni... hann er svo dúllídúll