föstudagur, apríl 21, 2006

Ég vaknaði í dag klukkan hálf sex, sumardaginn fyrsta, hvílík byrjun á besta sumri ævi minnar... fuss og svei. Hef svo sem mína afsökun að ég vera vinna í alla nótt í miklum tilfinningasveiflum.

Greyið Eyjólfu er beyglaður, vonast til að laga það fyrst, enda leggst það á sálina á mér að ástin í lífi mínu skuli ekki vera heil heilsu. Ég ætti samt kannski þá líka að hugsa aðeins um sjálfa mig í ljósi þess að ég er búin að vera að kafna úr kvefi í tæplega tvo mánuði...
Börn að koma í heiminn allt í kringum mig, sem er fínt, bara svo aaandskoti dýrt, maður hefur varla efni á þessu öllu saman! jæja alveg eins gott að gefa þeim eitthvað fallegt eins og að eyða þessu í sjálfan sig...eða hvað?

exem á hendinni, kvef í nebbanum, hósti í hálsinum og illt í bakinu... hver ætlar að nudda það burt eiginlega'???

Ég ætla að hitta Sigrúnu og Heiðbrá á laugardagskvöld og mikið hlakkar mig til!!!!!!!!! ég kannski bara býð þeim heim aldrei að vita...

Ég vil fá komment og kveðjur takk til að reyna að lagfæra alla þessa tilfinningasemi sem umvefur mig þessa dagana...