þriðjudagur, maí 16, 2006

Ahhhhhh... ég er svo þreytt en sæl...

Átti góðan fund með noregsförum og foreldrum áðan, sem róaði sennilega allt þetta stress sem er búið að umlykja mig í dag.

Það er svo mikið að gera hjá mér að mér finnst ég aldrei nokkurn tímann hafa tíma hafa lausa stund. Ég bý þær samt til stundum, en 2 vinnur og þessar sumarbúðir eru mikið en það er ekki séns að ég sleppi einhverju lausu því þetta er allt svooo skemmtilegt :)
Fer út 30 júní, hætti 29 á leikskólanum og 22 fer ég í sumarfrí á kofanum sem verður til 20 ágúst...

Þá kem ég aftur, á kofann það er að segja, og í Öskju að læra vúhú ég hlakka til ...


Eftir ár ætlum ég, Heiðrún og Helina Buck til Mexico. Planið er að fljúga Ísland-London-Pheonix og keyra þaðan til MEX ó mæ lord... í heilar 3 vikur!!! VÁ HVAÐ ÉG HLAKKA TIL! Þá verður klárlega ekki svona mikið að gera hjá mér :)

æjæjæjæ ætla að drífa mig heim, er nefninlega hjá mömmu, og fara að kúra fyrir framan sjónvarpið, þegar maður er svona busy alltaf þá er fátt betra en kúr&gláp.

BLe í bili