föstudagur, maí 26, 2006

Í gær var ég á barvakt, sem gerði það að verkum að ég fór ekki að sofa fyrr en að verða átta í morgun. Um hálf tvö leitið hringir mamma í mig og býður mér í bíltúr á nýja bílnum (sem by the way er fáránlega flottur) en ég vildi frekar kúra svoltið lengur, ein heima og svona og friður í húsinu. Nema hvað, um þrjú leitið rumska ég aftur við einhver hljóð sem ég hélt fyrst að kæmu frá efri hæðinni og dotta aftur, rumska aftur við önnur hljóð, hugsaði "er þetta hérna inni, nei það getur ekki verið, Eva er í árbænum.... hver er þetta þá!!!!" stökk fram úr, nakin með sængina utan um mig, hárið út í loftið og maskara niður á kinnar, fram í dyr... þar mæti ég einhverjum ókunnugum manni sem var í óðaönn að gramsa í kommóðunni okkar í stofunni og hreinlega að RÆNA ÍBÚÐINA MÍNA!!! Ég gargaði eitthvað á hann og hann stökk af stað og þaut út og ég á eftir, ennþá bara með sængina utan um mig, hann út um bakdyrnar og ég elti hann eitthvað smá (veit svo sem ekkert hvað ég ætlaði að gera við hann ef ég næði honum, en samviskunnar vegna var betra að elta hann) hringdi á lögregluna og hingað komu lögregluþjónar, tæknimenn og rannsóknarlögreglan... Maðurinn náði tölvu, myndavél og hleðslutækjum... en sem betur fer ekki meir.
Lásinn algjörlega brotinn upp en íbúðin annars heil með öllu og ég líka, nema kannski í smá sjokki. Vil ekki sofa ein hér meir. En hver er óhulltur þegar ókunnur maður ræðst inn til þín um miðjan dag á þjóðarfrídegi til þess að ræna þig?
Búið að skipta um lás og sótthreinsa íbúðina. Við Eva erum með lífvörð.




Segiði svo að það gerist aldrei neitt...