
Ég og pabbi fórum í bíltúr um daginn, á fimmtudaginn síðasta það er að segja. Á miðvikudagskvöldið var gleði, svo ég var soldið þreytt þegar pabbi vakti mig og bauð mér með í ferðalagið. En ákvað að drífa mig samt með, kallin nefninlega veit bara allt held ég og fyrir utan það þá var hann að bjóða mér aðeins lengra en Egilsstaðir eða til Djúpavogs og þangað hef ég aldrei komið áður. Það sem hann hins vegar sagði mér ekki fyrr en við vorum löggð af stað myndum við sækja framsóknarmann sem myndi koma með okkur frá Egilsstöðum til Djúpavogs. Ég man að vísu ekki hvað sá ágæti maður heitir en hann ferðaðist með okkur yfir Öxi og til Djúpabogs þar sem við skoðuðum hótelið og Löngubúð og keyrðum síðan aftur til Egilsstaða. Það er vert að minnast þess að þegar við komum aftur til Egilsstaða var ég orðin svo svöng að mér var óglatt, ég hins vegar hafði ekki þorað að nefna það vegna nærveru Framsóknarmannsins, svo þegar hann fór útúr bílnum tilkynnti ég föður mínum það að ég yrði að fá að borða og það hið snarasta. Nú við fórum þá á bestu búlluna á Egilsstöðum og fengum okkur eina pullu sem var fínt, hittum bróður hans Magna rockstar og löggðum síðan aftur af stað. Við fórum reyndar ekki beina leið heim heldur komum við við á Kárahnjúkum og ég kvaddi landið með viðhöfn, fallegur staður en mér fannst stíflan miklu meira spennandi heldur en gljúfrið sjálft sem kemur til með að vera undir vatni. Kíktum á vinnubúðirnar sem minntu helst á fangabúðir og fórum í sjoppuna þar sem pabbi fékk sér ís, en ég afþakkaði... skil ekki afhverju, það líka varð mér að falli síðar meir að borða ekki neitt. Hálendisvegurinn F910 eða F901 man ekki alveg hvort varð fyrir valinu, við á Hótel kagganum og tilbúin í slaginn, keyrðum meðal annars fram á Þuríðarstaðadalsá sem mér fannst ekki leiðinlegt. Þegar við vorum að nálgast Möðrudal og við í þessum hrókasamræðum varð ég skyndilega svakalega bílveik, stökk lá við útúr bílnum á ferð og kastaði upp... ojj.. langt síðan þetta hefur komið fyrir og lítið spennandi, en við stoppuðum bara á kaffihúsinu í Möðrudal og ég fékk kleinu og pepsí :) svo keyrðum við beina leið heim. Mikið var þessi ferð nú dásamleg, frábært veður, skyggnið ótrúlegt, á einum parti leiðarinnar sáum við Snæfell, Kverkfjöll og Herðubreið allt í einu og það var frábær sjón. Heiðskýrt og sólríkt. Takk pabbi minn fyrir frábæra ferð, næsta sumar verða þær alveg örugglega fleiri.
Annars er ég komin í borgina og byrja í skólanum á morgun, er með skemmtilega stundatöflu og hlakka bara til að takast á við veturinn
góðar stundir...
<< Home