laugardagur, ágúst 19, 2006

æj æj æj æj.. mikið er ég lítil núna...

er á næturvakt (aldrei þessu vant..) nema þessi næturvakt er pínulítið öðruvísi. Ég er lasið lítið grey og vorkenni sjálfri mér ofsalega mikið :) kannski af því ég er ein og það er enginn annar til að gera það.. jah maður hreinlega spyr sig! Búin að drekka te í lítravís, hóstasaft og verkjatöflur til að slá á ógeðið og ekkert virkar. Búin að gera upp, raða á herbergi og skúra... ekkert garanterað að þetta sé allt fullkomlega gert enda er hugurinn ekki alveg í gangi. Ég veit afhverju ég er svona... mér er búið að vera kalt á nóttunni undanfarið, en ég er með frábæra strategíu sem á að ganga fullkomlega upp þegar ég leggst í bælið mitt á eftir. Ætla að vefja sjálfa mig ullarteppi áður en ég skríð undir sængurnar mínar tvær, þá getur ekki verið að mér verði kalt. Því fyrir þá sem ekki vita þá heldur ull grunsamlega miklum hita ;)

Ég er líka með 1 mýbit, beint fyrir neðan hægra eyrað, það fyrsta í nokkur ár. Gaman að því.

Á sunnudaginn kemur hingað strangtrúaður hópur gyðinga. Það verður eitthvað spes, samkvæmt undanförnum tölvupóstum þurfum við að vefja diskana þeirra og matinn í álpappír en þau koma með eigin potta og pönnur sem eldhúsið á að nota til að elda matinn þeirra. Afhverju? Jú sjáiði til, allir diskar, pottar og pönnur sem hótelið á hefur svínakjöt einhverntímann verið snert svo þau geta einfaldlega ekki trúar sinnar vegna borðað mat sem unnin er á slíkum tólum.
Fuss ekki myndi ég nenna að ferðast með svona sérþarfir, brjálað vesen að vera svona strangtrúaður.
Mér skilst líka að þau þurfi að borða morgunmatinn í sérsal, og svo verða plasthnífapör ofan á allt saman, ég er viss um að þetta er akkúrat stefna hótelsins... "Veitingastaðurinn Myllan er staðsettur á Hótel Reynihlíð**** í Mývatnssveit, stefna veitingastaðarins er að koma til móts við alla okkar viðskiptavini, borðbúnaður ætlaður öllum, plast eða silfur...." ég er að tapa mér í ruglinu...

Jæja taka til morgunmat.

Og já by the way... afmælisveislan mín verður 2 september, velunnurum mínum er boðið :)