fimmtudagur, ágúst 03, 2006

Næturvakt... gotta love it!

Ákvað að eyða nokkrum mínútum af dýrmætum tíma mínum í að lýsa þeirra fegurð sem Mývatnssveit skartar akkúrat á þessu augnabliki. Ég oft heyrt pabba segja, njóttu næturvaktanna, morgnarnir í Mývatnssveit eru nefninlega stórkostlegir og þar hittir kallinn naglann á höfuðið. Út um gluggann sé ég endalausa kyrrð, algjörga þögn, nokkur bleik ský á himni. Vatnið spegilslétt og þar speglast bleiku skýin svo fallega. Ekki nokkur manneskja á ferð.. Fuglasöngur og fegurð, þetta gerist ekki betra. Þetta bjargar að mörgu leiti annars einmanalegri næturvakt.

Næturvaktir eru og verða héðan af uppáhaldsvaktirnar mínar.