sunnudagur, október 29, 2006

Helginni lokið með tilheyrandi.

Djöfull er mikið af brjálæðingum í bænum, gott að geta sagt mömmu að ég eigi góða vini sem passa mig alltaf svo vel :)

Ég dansaði fullt, ég dansaði svo mikið að ég held að annað eins hafi ekki gerst lengi.

Svaf svolítið, tók til, þreif heima... jábbs og sit núna voðalega sátt að vafra um heima og geima aðallega í Rúmeníu samt.

Cecilia vinkona mín kemur eftir tíu daga, hvað voðalega er stutt þangað til!

Ég er að vinna næstu helgi, það verður gaman held ég.

Þrjú verkefni í vikunni, hvað er það? klára fyrir föstudag, loka mig inni... ekkert út! Nema til að fara í tíma bara.

Fór á hressó í gær aðeins, það var skrítið, enda gerist eiginlega aldrei nema í neyð, en jújú það var fínt. Rosa fínt bara, besta var að við sluppum við röðina og hverjum var það að þakka ha?

Hvað er langt í jólin?
Hvað fæ ég í jólagjöf?
Hvenær kemur snjórinn?
Hvenær hætta þessi blessuðu verkefnaskil?
Hvar er draumurinn?

Ég hlakka svo til, ég hlakka alltaf svo tiiiiilll... en það er langt og svo langt að bíða...

Ég átti svo gott kvöld með Evu og Sigrúnu á föstudaginn að ég á ekki til orð, elska ykkur stelpur, alveg milljón bara svo það sé á hreinu.

Ég á bara svo góða vini, alveg risastóran hóp af snillingum, sama hvað er þá eru þau til staðar fyrir mig alltaf :)