mánudagur, október 02, 2006



Júbbs vitið fór... alveg langt út í buskann. Kom ekki til baka fyrr en jah... sennilega í dag. Ég er slösuð... jammm var á slysó, var þar reyndar í fimm tíma í dag, en eyddi einungis 18 mínútum með lækni, í röngten og að fá teygjusokkinn og fyrir þetta borgaði ég heilar fimmþúsund krónur. Mér finnst að þegar maður þarf að bíða 12 sinnum lengur en læknatíminn actually tekur þá eigi að borga manni fyrir að fara til læknis.

Annars þá var þetta ekkert stórslys, ég datt bara út um dyrnar.... tvisvar... með svona klukkutíma millibili... Klaufska ég. Vaknaði svo klukkan átta í morgun og gat ekki stigið í fótinn, skreið því um öll gólf í leit að hleðslutæki til að geta hlaðið símann til að geta hringt í mömmu og vælt... fuss... no more af þessari vitleysu. Ég má sem sagt ekki dansa og hoppa í tíu daga, verð bara að vera róleg í vinnunni um helgina.

Fór á hestbak í gær, dansaði línudans, og liðið mitt pungarnir vann svo skeifukast keppni... en því miður töpuðum við í reipitoginu, sem vaaaaar ósanngjarnt af því allir strákarnir voru í hinu liðinu! Fuss eintómir svindlarar....

En jæja ég ætla að leggja mig, verkjalyfin alveg að þreyta mig núna... so long!