miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Það er kominn fyrsti nóvember... það þýðir 54 dagar til jóla, 2 mánuðir og svo FINALLY nýtt ár, 2006 er bara ekki kúl tala.


Ég er búin að röfla í mömmu í lengri tíma um að hætta að drekka þetta Maxwell house drasl kaffi... Mér finnst það algjörlega ódrekkandi og hef nú haldið mig við gott kaffi, nema þegar mamma gaf mér pakka af maxwell house sem að vísu endaði í ruslinu af því ég hreinlega gat ekki boðið fólki uppá kaffið. Meirað segja Kristín greyið sem er venjulega frekar nægjusöm fannst það skrítið... fuss nei ekki meira Maxwell house.



Eftir að hafa unnið hjá te og kaffi þennan stutta tíma sem ég var þar þá komst ég að því hvaða tegundir voru mínar uppáhalds, enda eeeendalaust úrval af góðu kaffi hjá te og kaffi, ekki spurning. Ég skrapp í gær í tíu-ellefu hérna á Eggertsgötunni (dýrustu búð allra tíma sem selur líter af trópí á kr.497 varð bara að koma því að...) til að kaupa kaffi, java mocca kaffið mitt búið, finn te og kaffi hilluna og sé þar FRENCH ROAST! uppáhalds kaffið mitt í geiminum! Yes... splæst sex hundruð kalli í þetta dýra dýra fína voðalega góða kaffi ógeðslega ánægð. Svo ein lítil ferna af gmjólk svona svo það væri nú ljósbrúnt og gott.
Fuss... þvílík vonbrigði, FRENCH ROAST kaffið mitt er ekkkkkki gott, eitthvað eru þeir að tapa tötsjinu hjá te&kaffi svo mikið er víst. Spurning um að snúa sér bara að kaffitári?




Pabbi hringdi í gær

P: Viltu koma í kaffi?
Þ: jájá hvar?
P: flugvellinum
Þ: ... uuu jájá til í það


svo skokkar þuríður í rólegheitunum yfir á flugvöll...

P: Hæ þuríður mín ég verð ekki sóttur fyrr en eftir hálftíma svo við höfum smá tíma
Þ: yes, hvert ertað fara
P: Nýfundnalands
Þ: WHAT?

Fann mig knúna til að hringja í móður mína og athuga hvort systir góð vissi um þessa utanför föður míns, mamma sagði já og sagði "þið ætlið að hitta hann á sunnudaginn, hann er nefninlega að fara til jamaíka á mánudaginn"


WHAT??? síðan hvenær varð ég minnst upplýsta manneskjan í þessari fjölskyldu?