Hugleiðing í lok árs 2006.
Árið 2006 hefur verið viðburðaríkt. Einstaklega viðburðaríkt.
Ég átti þónokkra vinnustaði á árinu og allir góðir þar sem hver og einn gaf mér ómetanlega reynslu sem ég vonast til að geta nýtt mér í gegnum lífið. Te&Kaffi, Barónsborg, Kofinn, CISV, 3 sumarið í móttöku Reynihlíðar og fleira.
CISV á stórann sess í hjarta mér, sumarbúðir með fólki sem var gott að kynnast, ólíkt fólk með ólík sjónarhorn og skoðanir sem óneitanlega breyttu sýn minni á lífið að vissu leiti. Ég eignaðist þar 4 dásamleg börn, og vinkonu sem varð mér svo góð vinkona að hún kom hingað í heimsókn aðeins rúmum 3 mánuðum eftir að búðunum lauk. Ég einmitt stefni í Noregsferð á nýju ári að heimsækja hana líka. Það er líka skemmtilegt að segja frá því að Cecilie hitti flesta vini mína, ég bauð henni í 2 afmæli hjá mínum bestu vinum, fór með hana á staði í borginni sem mér þótti væntum og svo auðvitað sýndi henni líka eitthvað sem hana langaði að sjá. Stuttu eftir að hún kvaddi landið sendi hún mér póst þar sem hún sagðist dauðöfunda mig af lífi mínu hér í Reykjavík og þeim vinahóp sem ég ætti og er ólm í að dvelja hér í einhvern tíma, sem auðvitað væri bara frábært, svo hún og maðurinn hennar stefna á að dvelja hér sumarlangt einhvern tímann á næstkomandi árum. CISV eru æðisleg samtök, eitthvað sem allir ættu að vera skyldugir til að prófa á lífsleiðinni, ég er búin að prófa þrisvar :)
Vinir mínir já eru yndislegir, ég eignaðist heilan nýjan vinahóp á árinu, geri aðrir betur. Þó svo Gullglyðrurnar séu enn við líði þá höfum við aðeins fjarlægst hvort annað, enda í mismunandi námi, vinnu og sólarhringurinn er ekki alveg eins hjá okkur. Eeeen ég kynntust kofakrakkalingunum mínum í janúar síðastliðnum þegar Heiðbrá dró mig inná vinnustaðinn og æ síðan hef ég verði mikið viðloðandi. Í dag á ég þarna stóran, traustan vinahóp sem ég eiginlega bara ætlast til að eiga að eilífu.
Ég flutti að heiman, hetjan ég... segi ég sem er í þessum skrifuðu orðum heima hjá mömmu. Mikið er nú samt gott að búa ein, alein. Mamma hefur miklar áhyggjur af því að mér leiðist, en þessi alone time sem ég þarfnast sífellt meira er dásamlegur á Eggertsgötunni. Fátt betra en að sitja þar við kertaljós og glugga í skólabækur. Ég á líka svo dásamlega nágranna sem Marta og Hjörtur vinur minn eru.
Það er svo mikilvægt að kunna að meta það sem manni er gefið þegar maður kemur í þennan heim. Það að hafa tvær hendur, tvær fætur og almennt heilbrigði er guðsgjöf. Þessa guðsgjöf ber að koma fram við af virðingu. "Guð gaf mér eyra, svo nú má ég heyra." Að virða líkama og sál er göfugt og gott verkefni fyrir okkur öll að takast á við. Litla áramótaheitið mitt..
Árið 2006 hefur verið viðburðaríkt. Einstaklega viðburðaríkt.
Ég átti þónokkra vinnustaði á árinu og allir góðir þar sem hver og einn gaf mér ómetanlega reynslu sem ég vonast til að geta nýtt mér í gegnum lífið. Te&Kaffi, Barónsborg, Kofinn, CISV, 3 sumarið í móttöku Reynihlíðar og fleira.
CISV á stórann sess í hjarta mér, sumarbúðir með fólki sem var gott að kynnast, ólíkt fólk með ólík sjónarhorn og skoðanir sem óneitanlega breyttu sýn minni á lífið að vissu leiti. Ég eignaðist þar 4 dásamleg börn, og vinkonu sem varð mér svo góð vinkona að hún kom hingað í heimsókn aðeins rúmum 3 mánuðum eftir að búðunum lauk. Ég einmitt stefni í Noregsferð á nýju ári að heimsækja hana líka. Það er líka skemmtilegt að segja frá því að Cecilie hitti flesta vini mína, ég bauð henni í 2 afmæli hjá mínum bestu vinum, fór með hana á staði í borginni sem mér þótti væntum og svo auðvitað sýndi henni líka eitthvað sem hana langaði að sjá. Stuttu eftir að hún kvaddi landið sendi hún mér póst þar sem hún sagðist dauðöfunda mig af lífi mínu hér í Reykjavík og þeim vinahóp sem ég ætti og er ólm í að dvelja hér í einhvern tíma, sem auðvitað væri bara frábært, svo hún og maðurinn hennar stefna á að dvelja hér sumarlangt einhvern tímann á næstkomandi árum. CISV eru æðisleg samtök, eitthvað sem allir ættu að vera skyldugir til að prófa á lífsleiðinni, ég er búin að prófa þrisvar :)
Vinir mínir já eru yndislegir, ég eignaðist heilan nýjan vinahóp á árinu, geri aðrir betur. Þó svo Gullglyðrurnar séu enn við líði þá höfum við aðeins fjarlægst hvort annað, enda í mismunandi námi, vinnu og sólarhringurinn er ekki alveg eins hjá okkur. Eeeen ég kynntust kofakrakkalingunum mínum í janúar síðastliðnum þegar Heiðbrá dró mig inná vinnustaðinn og æ síðan hef ég verði mikið viðloðandi. Í dag á ég þarna stóran, traustan vinahóp sem ég eiginlega bara ætlast til að eiga að eilífu.
Ég flutti að heiman, hetjan ég... segi ég sem er í þessum skrifuðu orðum heima hjá mömmu. Mikið er nú samt gott að búa ein, alein. Mamma hefur miklar áhyggjur af því að mér leiðist, en þessi alone time sem ég þarfnast sífellt meira er dásamlegur á Eggertsgötunni. Fátt betra en að sitja þar við kertaljós og glugga í skólabækur. Ég á líka svo dásamlega nágranna sem Marta og Hjörtur vinur minn eru.
Það er svo mikilvægt að kunna að meta það sem manni er gefið þegar maður kemur í þennan heim. Það að hafa tvær hendur, tvær fætur og almennt heilbrigði er guðsgjöf. Þessa guðsgjöf ber að koma fram við af virðingu. "Guð gaf mér eyra, svo nú má ég heyra." Að virða líkama og sál er göfugt og gott verkefni fyrir okkur öll að takast á við. Litla áramótaheitið mitt..
<< Home