miðvikudagur, mars 28, 2007

Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um lífið svona akkúrat núna.

Að dreyma tennur í smá tíma hefur augljóslega einhverjar afleiðingar. Ég veit alveg að þetta eru ekki beinar afleiðingar af draumum mínum, en ég er brjáluð út í undirmeðvituninda mína að láta mig vita að eitthvað sem er ekki alveg í lagi sé um það bil að eiga sér stað í lífið mínu. Þó ég sé undirbúin þá er eiginlega bara ekki alveg nógu kúl að vera undirbúin fyrir þetta, sérstaklega þegar það gerist ekki strax, það er vont að þurfa að bíða og horfa upp á það gerast.

Í vinum mínum og fjölskyldu elska ég allt. Ég elska hverja hreyfingu, hvert orð og alla þá hluti sem þetta fólk gerir. Ég elska þau fyrir að vera til og leyfa mér að eiga hlutdeild í þeirra lífi. Ég elska þau fyrir að vera þær manneskjur sem þau eru. Hvern andardrátt, hvern hjartslátt, hverja frumu.

Stundum skil ég ekki fólk. Ég skil ekki fólk sem hefur ekki umhyggju með öðrum, sem hefur ekki samhyggð. Ég skil ekki fólk sem er algjörlega óhæft í því að setja sig í annarra manna spor. Ég skil ekki fólk sem getur verið svo eigingjarnt og ósanngjarnt að það sjái það ekki sjálft.

Mig langar að eiga í beinu talsambandi við Guð.