miðvikudagur, mars 07, 2007

Open iTunes. Shuffle. Tell us a memory about 20 songs. If you haven't got a memory about a song, don't include it

1. Coal miner´s daughter – Loretta Lynn
Ég man þegar ég var lítil heima í Reynihlíð hjá ömmu og myndin um Lorettu Lynn var í sjónvarpinu, ég var kannski svona 10 ára, alltaf síðan hef ég elskað titillag myndarinnar.

2. Hallelujah – Jeff Buckley
Gleymi ekki hvað það var erfitt að vera unglingur, mikið var nú gott að loka sig inn í herbergi og væla yfir Jeff Buckley...

3. Time is running out – Muse
Ahhhhh ég og Tinna Mjöll eigum þetta lag saman
J

4. Spáðu í mig – Megas
Afi söng þetta stundum í gamla daga, hann söng til skiptist þetta og “eitt sinn verða allir menn að deyja...”

5. Frystikistulagið – Greifarnir
Ég kenndi Paul Frystikistulagið síðasta sumar, þýddum það á ensku og fórum yfir það svoleiðis.... ætli hann muni það næsta sumar....

6. Barbie Girl – Aqua
8. bekkur, við á leiðinni í Þórsmörk og þetta var eina lagið sem var spilað í rútunni aaallla leiðina....

7. Mambo No. 5 – Lou Bega
16 ára að vinna á hótel Reynihlíð, Bylgjan spilaði held ég bara þetta lag það sumarið...

8. I´m so excited – Pointer sisters
Ég veit ekki meir...

9. Big big World – Emilia
Ég og Alma að keyra til Húsavíkur með mömmu hennar og þegar útvarpið datt út og þetta lag var í spilun ætluðum við hreinlega að tapa okkur...

10. Toxicity – System of a down
Þegar ég og Eva tókum út tónlistar gelgjuna okkar og neituðum að hlusta á fm957 í lengri tíma af því það var ekki kúl, hlustuðum bara á system of a down, slipknot, korn og blah eitthvað fleira og fannst við óendanlega kúl, vorum alltaf í spyrnu á miklubrautinni og fannst aumingjaskapur að keyra undir 100km hraða á klst.... mikið er ég nú fegin að við erum báðar lifandi og aðeins klárari í kollinum....

11. Vöðvastæltur – Land og synir
Rósaballið í 8. bekk
J

12. Gringo – Lambada
Malta, bara Malta, Malta og aftur Malta...

13. Wake me up when september ends – Green day
Sumarbúðirnar mínar í Noregi síðasta sumar, þetta var oft síðasta lag fyrir Good night song...

14. What else is there – Royksopp
Minnir mig bara á þegar ég var að byrja að vinna á kofanum, við spiluðum þetta lag eeeendalaust...

15. Soak up the sun – Sheryl Crow
Óteljandi bílferðir með Heiðbrá og þorgerði milli Akureyrar og Mývatnssveitar þar sem við hlustuðum bara á Sheryl Crow sungum algjörlega úr okkur allt vit og það var svooooo gaman...

16. Pedestal – Portishead
Einu sinni átti ég góðar stundir með Portishead, í dag vil ég helst ekki hlusta á Portishead, nema kannski í vinnunni, Margréta notar stundum Portishead í lokalag og þá er það kallað “jæja-allir-heim-að-ríða-svo-við-getum-farið-að-þrífa” lagið

17. The drugs don´t work – The Verve
Enn eitt gelgjulagið... ég og Halldóra að tapa okkur á gelgjunni að elta stefán og hinrik út um allt, þá hlustuðum við á þetta...

18. MmmBop – Hanson Brothers
No words, bara góðar minningar í kringum þetta ógó hallærislega lag! Unglingaskipti, fyrsti kærastinn minn að halda í hendina á, Margrét vinkona og Halla, ógó gaman! Svo þegar Margrét byrjaði að dj-ast á kofanum spilaði hún þetta lag fyrir okkur, svo þegar hún spilar það núna þá leyfi ég mér alltaf að halda að hún sé að spila það til heiðurs mér... ;)

19. Baby got back – Sir Mixalot
Útilega í Gæsadal eitthvert sumarið, Ingibjörg inni af því hún meikaði ekki flugurnar, með þetta lag í botni að dansa.... nota bene... EIN ógó fyndið.. ahahahaha

20. Country House - Blur
Eyþór, kofinn, Kristín og fleiri... say no more...