laugardagur, apríl 07, 2007

Draumförum mínum er lokið. Í bili.

Að lögreglan skuli segja að páskahelgin fari rólega af stað er gjörsamlega fáránlegt. Nóttin var klárlega ekki róleg hjá okkur alveg KLÁRLEGA ekki. Hrein geðbilun, kolruglað lið, kolruglaðir karlmenn. En við erum nú svo mikið dásemdar starfsfólk og fær í því sem við gerum að það var ekkert mál.

Annars er þetta síðasta helgin mín á kofanum og síðasti séns að fá barafgreiðslu hjá moi er á sunnudaginn. Eftir það verð ég bara hinum megin við barinn ;) mér finnst þetta slæmt svo slæmt en á sama tíma gott ó svo gott. Ég á eftir að sakna fantastic four eeeendalaust, Tinna, Magga og allir saman milljón þúsund sökn á ykkur öll. Fáránlegt samt af því það er ekki eins og ég sé að fara neitt, staðreyndin er bara sú að ég hef aldrei unnið með eins frábæru fólki áður í eins góðum vinnumóral og vinnustaðirnir eru nú orðnir allnokkrir. Meeen... hvað skal segja... love you longtime?