mánudagur, maí 21, 2007

Hver vill búa í Reykjavík?

ég skil það ekki...

Við komum hérna á laugardagskvöldið eftir að hafa keyrt á 60km hraða mest alla leið eiginlega alveg dauðþreyttar, settumst niður hlustuðum á þögnina og vorum eiginlega bara mega fegnar. Fáránlega fegnar. Ég er ennþá ógó fegin.


Fyrsti dagurinn í dag, gekk framar öllum vonum, náði að koma svo miklu í verk að ég veit eiginlega ekki alveg hvað ég á að gera á morgun. Þreytt. Ég sakna ykkar allra í borginni. Símtöl og skilaboð vel þegin alltaf þið vitið það alveg. Reyndar búin að hafa slökkt á símanum hingað til fyrir frið og ró, eeeeen nú er það búið bara held ég.


Eva ég tek áskoruninni þinni :D hún gengur meirað segja þokkalega vel hingað til...