sunnudagur, september 09, 2007

Jæja, ég er þá búin að eiga afmæli. Orðin 23 ára. Já það er víst... ég hélt ég væri að verða 22 ára, en það var tekið frá mér á einni kvöldstund hérna í sumar.





"Nei Þuríður... ert þú ekki fædd 84? þá ertu ekkert að verða 22, þú ert að verða 23!"





Afmælisdeginum mundu nú ekki margir eftir verður að viðurkennast. En það er kannski bara í lagi á svona ómerkilegu afmæli og það á miðvikudegi. Ég fékk afmælisveislu hjá pabba, í fyrsta skipti í óteljandi ár sem ég eyði afmælisdeginum þar.





Það er svo sem ágætt að vera 23, ekki mikill munur og að vera 22, nema kannski að ég er núna ennþá nær því að verða 25.














Góð helgi afstaðin í sveitinni minni sem er núna komin í haustbúninginn og skartar sínu fegursta. Dagurinn í gær var svo fáránlega flottur, fór í heillangan bíltúr áður en ég lokaði mig inni í lestri um Karl Marx.





Freysi Bró og Tinna Mágkona flytja búferlum til kóngsins 24 september. Spurningin er hvort maður eigi að bregða sér í borgina helgina fyrir það svona til að kyssa þau bless...