föstudagur, september 14, 2007

Þröstur 3000 er að spila á Kaffi Akureyri um helgina (eða KaffAk eins og heimamenn kalla staðinn víst.) Ég veit ekki alveg,er að hugsa um að skjótast bara í sveitina. Kem svo aftur á morgun til að fara í leikhús og svo er mér boðið í 25 ára afmæli.

Ég man ekki hvort ég var búnað röfla um það eitthvað sérstaklega en tölvan mín, elsku hjartans molinn minn, er í viðgerð, það þarf nefninlega að skipta um móðurborð í henni. Sem er ekki til á Akureyri heldur þurfti að senda móðurborð frá Reykjavík. Ég reyni auðvitað að nota mína innanbúðarmenn hjá EJS til að flýta þessum aðgerðum en ekkert gengur. Ég er því háð tölvuveri Háskólans á Akureyri í bili, þetta er ööööömurlegt! Ég er samt eiginlega mest hissa á því hvað maður er bjargarlaus án tölvunnar, ég bara trúi því ekki að fólk hafi gert alla þessa vinnu í höndunum hérna áðurfyrr.... þá kannski þurfti fólk actually að leggja eitthvað á minnið ekki bara skella því í wordskjal.

Síminn minn er líka enn sem fyrr í viðgerð. Jájá frábært, og millibils síminn hringir bara þegar honum dettur í hug, oft utan þjónustusvæðis og er bara almennt í fýlu. Mamma er minn fulltrúi í að flýta meðferð hjá Elko, en ekkert virðist ganga. Hún fer á hverjum degi niðreftir, jah eða sendir email eða hringir símtöl og ekkert gerist. Í dag eru fjórar vikur síðan hann fór í viðgerð. Ég vona bara heitt og innilega að elsku hjartans tölvumolinn minn verði ekki eins lengi í kerfinu hjá EJS.

Síðasta vandamálið hins vegar ætla ég mér að leysa á eftir. Heyrnartólin með ipodinum mínum eru nefninlega biluð. Ég ætla að splæsa í ný bara á eftir, ég bara neyta að senda fleiri mikilvæga hluti í lífi mínu í viðgerð.

Akureyri hefur ekki góð áhrif á dótið mitt.