mánudagur, október 08, 2007

Það er eitthvað svo skrítið að vera ég. Sérstaklega í dag. Einhvernveginn í dag, er eitthvað að gerast. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir hvað eða hvernig, eða hvar eða afhverju. Ég bara veit það. En það er líka bara í lagi. Það hlýtur að vera eitthvað gott að gerast, annars væri ég tæplega svona hress. Bara ég veit það ekki, það liggur eitthvað í loftinu. Kannski er loksins komið að því að ég eiginist fáránlega mikið af peningum alveg óvart. Ég veit það ekki... kannski kemur myrkrið og bítur í rassinn á mér... again.. ég veit það ekki. Bara eitthvað skrítinn dagur... ég blah..



Það er skrítið að búa með strákum, það er rosa skrítið að í forstofunni minni liggi pungbindi á gólfinu og öllum finnist það eðlilegt. Ég er líka semí óvön þessu partý allar helgar júniti... þá meina ég sko heima hjá mér partý helgar allar helgar. Ég er svo sem aldrei heima, það er ekki það. En aðkoman er skrítin. Menn hálfnaktir að deyja úr þynnku. Pizzukassar útumallt, bókstaflega allt og ég veit að þeir eru klárlega ekki mínir af því ég borða ekki pizzu. Routerinn horfinn og ekkert internet, sem er ekki bara skrítið heldur óþolandi. Ný þvottavél?!? ég skil það ekki, ég skil heldur ekki nýju þvottavélina, ég þarf alveg aðlögunartíma varðandi svona hluti.

Ég fór bara út, gefa greyunum frest á að lagfæra heimilishaldið svo það sé verandi. Það er svo sem vel verandi, ég er bara svo fáránlega mikill netfíkill, sem kemur sennilega með veru minni á akureyri og þeirri staðreynd að MSN tengir mig við stelpurnar mínar og annað fólk sem ég tala mikið við. Ég hreinlega hef ekki efni á því að hringja svona mikið, ef ég myndi hringja jafnmikið í fólk og ég tala við það á msn, hérumbil ókeypis þá myndi ég fá örugglega rúmlega fimmtíuþúsund króna símreikninga á mánuði..... fluufff... ég er bara glöð að geta haldið honum undir tíu þús.... aaaaaallavega fór útúrhúsi á nettengdan stað og er búin að sitja hér í tvo tíma og þolinmæði mín er klárlega alveg að renna út, ég bara get ekki setið kyrr svona lengi... get það ekki... verð að gera hluti!

Ég á tildæmis eftir að þvo föt, ég get ekki gert það afþví ég kann ekki á þvottavélina og strákarnir örugglega ekki heldur, ég reyni bara í kvöld. Það hlýtur að fattast allt saman einhvern veginn... æji þetta er alltsamansvo mikið bara einhverveginn ég veit það ekki.




Flug á miðvikudaginn kl 14:25, ég er að koma heim :D
...og hædí ég vil sjá rassinn á þér áður en þú ferð til kjeben...