mánudagur, október 29, 2007

ég er klárlega pínulítið búin að tapa glórunni. Annað hvort það eða þá að ég er actually farin að gera gáfulega hluti, svona for once.
Hvað er búið að breytast síðan ég flutti til akureyrar?
jah sko...
  • fyrir utan allsherjar mataræðisbreytingar sem voru skyldar, klárlega ekki valdar þá hefur líf mitt jah kannski ekki umturnast en... man oh man...
  • ég stíg varla fæti mínum á kaffihús, enda sú menning alveg ekki til staðar hérna í akureyrarbælinu,
  • hef ekki fengið eitt einasta skot síðan í september,og þá var ég í reykjavík,
  • ég fer í ræktina, oft og stundum klukkan sex á morgnanna!,
  • ég prjóna,
  • ég horfi eiginlega ekki á sjónvarpið,
  • það hringir eiginlega enginn í mig nema mamma, pabbi og eva,
  • ég hef ekki farið í fatabúð, að frátalinni kjeben ferðinni
  • prjóna meira og þá prjóna ég í skilningi meredith grey takk fyrir...
  • drekk eiginlega ekkert kaffi
  • gífurlega takmarkað magn af áfengi
og síðast en ekki síst þá dansaði ég í fyrsta skipti síðan ég flutti á föstudaginn.

og hef aldrei verið á barnum þar til ljósin eru kveikt...

Sem sagt, hef látið af flestum mínum ósiðum og tekið upp mun betri og sniðugri siði og ég elska það :)


en ég kem heim næstu helgi, þá meina ég reykjavík heim, að passa partýóðu 18 ára gamla systur mína....

...ég er í ruglinu, klukkan er 04:01 og ég er ennþá að læra, próf eftir 5 tíma, vona samt að þetta meiki sens....

....tímapantanir bara, því það er allt að fyllast maður, þá sem ég næ ekki að hitta í þetta skiptið hitti ég bara í desember, ég fæ svo fínt jólafrí :)