miðvikudagur, október 31, 2007

Próf, próf og próf, það gerist fátt á akureyri nema próf. Við höfum ekki einu sinni tíma til að létta okkur lundina inn á milli. Það er eins og þetta ætli aldrei að enda. Stofan mín í Arnarsíðu eru þakin glósum, bókum, orðabókum, áherslupennum, sódavatn útum allt og hnetupokar þar sem þeim verður viðkomið ásamt fótakremum sem eru í hverju horni. Jimundur. Þessu líkur samt í bili á föstudaginn, þá á mér eftir að vera létt. Ég ætla að hlaupa upp í flugvél kl 12:25. Get ekki beðið, ég er mest hrædd um að það verði ekki flogið, það er of týpískt eitthvað... en þá bara keyri ég.
Gróf bílinn áðan úr skafli, bókstaflega. Fékk far með Rannveigu í morgun svo hann greyið er búinn að liggja í snjó síðan í gær og bara bæst á. Það er ekkert grín að vera svona peð eins og ég og reyna að skafa af þessum jeppling. Hoppaði upp á húdd liggur við til að ná af honum. Fegin að ég er ekki á fordinum, ég þarf að klifra upp á húddá honum til að skafa.

Það er samt í alvörunni ekkert að frétta, hvað er að frétta hjá ykkur?