sunnudagur, nóvember 18, 2007








Jólagjafalistinn 2007!




Jæja, ég er búin að eyða fleiri klukkutímum á internetinu með góðfrænku minni Margréti. Á vafri okkar um internetið fann ég drauma mína. Þeir sem hafa tekið þá ákvörðun að gefa mér jólagjöf eru vinsamlegast beðnir um að hafa eftirfarandi hluti að leiðarljósi við val á þeim gjöfum.








Fyrst ber að nefna þennan stórglæsilega undirfatnað sem ekki aðeins er stórglæsilegur heldur helst líka bumban langt inni og brjóstin þrýstast glæsilega upp og er tilvalið undir draumajólakjólinn og áramótadressið.... by the way þá er það svo fáránlega heitt að ég veit ekki hvort nokkur manneskja þorir út á gamlárskvöld af því ég verð klárlega svo heit að bærinn verður on fire!










Kitchen aid draumurinn, ég gat ekki staðist, ég veit ég er ekki búin að gifta mig en ég þarf svona græju til að geta búið til boozt svo einhver vilji giftast mér, ég heyrði nefninlega einhversstaðar að maður yrði mjór ef maður drykki kitchenaid boozt...







Fyrst við erum komin í kitchenaidið þá er þetta klárlega málið, þessi hommableika hrærivél fittar frábærlega inn í mitt fallega heimilishald í stíl við ferskjugula mixerinn svo þetta er tilvalið combo í jólapakkann. Ekki einungis er þetta góð jólagjöf heldur er þetta líka stuðningur við gott málefni. Ég sé mig í anda í jólakjólnum með svuntu að baka bleikar slaufur á bleiku hrærivélinni.




Heita áramótadressið þarf ekki að kynna fyrir neinum, þetta er svo fáránlega heitt að það nær ekki nokkurri átt. Þessi frábæra merkjavara hefur farið sigurför um Bandaríkin og fæst á "lowest price of the holiday" tilboði í ameríkunni, svo þessi gjöf er tilvalin fyrir þá sem ætla skella sér til ameríku að versla ódýrt fyrir jólin.... þá er nú gott að muna eftir þuríði...






Jólakjólinn er nú meira svona conservative sko... bara svona til að vera í heimavið enda lítur hann út fyrir að vera sérstaklega hlýr, kósý og klæðamikill og mig langar bara að leggjast upp í sófa og horfa á nágranna og kúra mig í þesesari girnilegu hettu...



Sú hræðilega staða hefur komið upp í lífi heimsborgarakonunnar þuríðar að hún á ekki töskusett til afnota þegar hún fer í glæstar viðskiptaferðir um heiminn íframtíðinni, enda er það klárt mál að fólk með háskólagráðu í félagsvísindum er ekki einungis forríkt heldur gerir það ekkert annað en að ferðast á stórglæsilegan máta um heiminn... það er því nauðsynlegt að ég fái þetta töskusett í jólagjöf, enda nálgast gráðan óðfluga. Eva, þetta er gjöfin sem ég vil fá frá þér...



Á erfiðum ferðum um heiminn er nauðsynlegt að hafa gott sængurverasett aðkoma heim til. Þetta Tommy Hilfiger sett er það sem mig langar í, ekkert annað, í alvörunni ekkert annað sængurverasett kemur til grein. Það skal tekið fram að þetta er limited edition útgáfa af þessu guðdómlega fallega setti. Þrjúhundruðþráða egypsku bómullersetti svo það sé á hreinu.... þetterskoekkertdrasl...

O my lord, ef allar óskir mínar rætast þessi jól þá er ég hamingjusöm kona og líf mitt verður fullkomið.