Þegar maður missir fæturna eins og ég gerði... ég kannski missti ekki fæturnar, en ég gat ekki notað þær, ég gat ekki notað fæturnar í næstum sex mánuði og vissi ekki afhverju fyrr en nýlega. Allir morgnarnir þar sem ég gat ekki staðið upp án þess að þeir spryngju og öll skiptin sem ég gat ekki stundað vinnuna mína eða mætt í skólan, öll hræðilega sársaukafullu fótaböðin og tímarnir þar sem ég píndi mig í gegnum kvöldmatarkeyrslu, barkeyrslu og jafnvel hádegiskeyrslu bara af því ég er svo fjandi þrjósk. Hélt að þetta yrði betra þegar ég byrjaði í skólanum og myndi ekki reyna eins mikið á fæturna... það varð að sumu leiti bara verra, þeir fengu bara meiri tíma til að bólgna og versna í rólegheitunum. Það að vita ekki hvað var að gerði næstum út af við mig, ég hélt meirað segja á tímabili að það þyrfti að taka fæturnar. En það voru kannski öfga áhyggjur ég veit það núna.
Ótrúlegt aðgerðarleysi lækna hjá heilbrigðisstofnun Þingeyinga varð til þess að ég hélt ég væri með slæma sveppasýkingu í fótunum, hvert sveppakremið, rakakremið, sterakremið og sýklalyfin á fætur öðru og ekkert virkaði. Nýr læknir ávísaði bara alltaf einhverri annarri tegund... ekkert gekk. Engum þeirra svo mikið sem datt í hug að vísa mér til húðlæknis.
Fór svo til húðlæknis, eftir að hafa sjálf þrjóskast við, ég vildi trúa hinum læknunum. Æji og svo náttúrulega fyrir utan þetta týpíska íslenska "það er alltí lagi með mig" syndromið... þegar það er ekkert alltílæ....
Húðlæknir 1 sagði barnaexem, húðlæknir 2 sagði psoriasis og gaf mér meðferð sem gerði ekkert fyrir mig, húðlæknir 3 sá hræðilega fætur og bólgur upp að hnjám sem var bakteríusýking, hann sá sprungnar hendur og hreystur aftan á hálsi, hann sagði líka psoriasis, lagði mig inn og núna þrem vikum síðar eru öll mein horfin.
Ég veit alveg að það var hellingur af fólki sem skyldi þetta aldrei, mér leið náttúrulega eins og aumingja, enda er það ekki minn stíll að geta ekki funkerað hundrað prósent og þá sérstaklega í vinnu. Samviskubitið nagaði mig vakt eftir vakt þegar ég þurfti að skilja krakkana mína, hörkuduglega, eftir í vinnunni, án þess að geta aðstoðað þau við brjálæði dagsins. Að þurfa að sitja á bakvið og horfa á þau hlaupandi um, með óteljandi verkefni til að takast á við var alls ekki góð tilfinning. Ég óska engum þess að lenda í þessu, eins smávægilegt og þetta er eða kannski var, eða verður þá var þetta hryllingur, andlega og líkamlega og ég get ekki líst hvað ég er þakklát að þessu tímabili er lokið. Nú bara heldur dansinn áfram þar sem frá var horfið :)
Það sem er merkilegt er það að þegar búið er að laga fæturnar og ég get notað þá, þá finnst mér einhvern veginn eins og þessi tími sé svo löngu liðinn hjá, þetta hafi kannski bara verið ömurleg martröð. Héðan í frá fylgi ég læknisráðum svo þetta gerist alllldrei aftur.
Ótrúlegt aðgerðarleysi lækna hjá heilbrigðisstofnun Þingeyinga varð til þess að ég hélt ég væri með slæma sveppasýkingu í fótunum, hvert sveppakremið, rakakremið, sterakremið og sýklalyfin á fætur öðru og ekkert virkaði. Nýr læknir ávísaði bara alltaf einhverri annarri tegund... ekkert gekk. Engum þeirra svo mikið sem datt í hug að vísa mér til húðlæknis.
Fór svo til húðlæknis, eftir að hafa sjálf þrjóskast við, ég vildi trúa hinum læknunum. Æji og svo náttúrulega fyrir utan þetta týpíska íslenska "það er alltí lagi með mig" syndromið... þegar það er ekkert alltílæ....
Húðlæknir 1 sagði barnaexem, húðlæknir 2 sagði psoriasis og gaf mér meðferð sem gerði ekkert fyrir mig, húðlæknir 3 sá hræðilega fætur og bólgur upp að hnjám sem var bakteríusýking, hann sá sprungnar hendur og hreystur aftan á hálsi, hann sagði líka psoriasis, lagði mig inn og núna þrem vikum síðar eru öll mein horfin.
Ég veit alveg að það var hellingur af fólki sem skyldi þetta aldrei, mér leið náttúrulega eins og aumingja, enda er það ekki minn stíll að geta ekki funkerað hundrað prósent og þá sérstaklega í vinnu. Samviskubitið nagaði mig vakt eftir vakt þegar ég þurfti að skilja krakkana mína, hörkuduglega, eftir í vinnunni, án þess að geta aðstoðað þau við brjálæði dagsins. Að þurfa að sitja á bakvið og horfa á þau hlaupandi um, með óteljandi verkefni til að takast á við var alls ekki góð tilfinning. Ég óska engum þess að lenda í þessu, eins smávægilegt og þetta er eða kannski var, eða verður þá var þetta hryllingur, andlega og líkamlega og ég get ekki líst hvað ég er þakklát að þessu tímabili er lokið. Nú bara heldur dansinn áfram þar sem frá var horfið :)
Það sem er merkilegt er það að þegar búið er að laga fæturnar og ég get notað þá, þá finnst mér einhvern veginn eins og þessi tími sé svo löngu liðinn hjá, þetta hafi kannski bara verið ömurleg martröð. Héðan í frá fylgi ég læknisráðum svo þetta gerist alllldrei aftur.
<< Home