mánudagur, desember 31, 2007


árið er liðið, eða svoleiðis. Næstum liðið. Hlakka til að fara í kirkjuna á morgun og kveðja það vel.

Ofvirknin drap mig næstum þessi jólin, eða þetta jólafríið. Nýfengið frelsi fóta minna gerði það að verkum að það eina sem ég hafði löngun til að gera er að vera á stanslausu útstáelsi við mismikinn fögnuð sambýliskvenna minna hérna í Reykjavík. Hér og þar og allsstaðar.

Ég geri hluti stundum, langar að gera hluti og segi það, svo geri ég það ekki af því ég ákveð að það sé kannski best að láta það í friði. Á þeim tímapunkti er einhver ástæða fyrir þeirri ákvörðun, stundum er það ótti, stundum er það af því það er eitthvað annað sem ég held að sé sniðugri hugmynd. Alveg misjafnt. Annars er ég ekkert vön að allt sem mér detti í hug gangi upp. Stundum læt ég vaða á hlutina. Þá þessa hluti sem mig langar að gera, þá líður mér eins og ég sé æðislega djörf og sterk. Sérstaklega þegar allt virkar.

Árið 2007 hingað til, æji ég veit það ekki. Alveg milljón kílómetra frá því að vera besta ár sem ég hef lifað. En, ég er heil heilsu, og frekar glöð og róleg, fyrir utan ofvirknisköstin sem ég er að reyna að leysa með útihlaupum. Æji, jólavæmnisbloggið fer meira útí þessa sálma.

Vinkonur mínar GullGlyðrurnar eru snarklikkaðar. Við hittumst í gær, heima hjá Hædí, byrjuðum á því að fara í fýlu við fólkið sem er jafngamalt okkur og er búið með nám og komið í góðar stöður, þegar við vorum búnar að jafna okkur á því fórum við vandlega yfir leigumarkaðinn, kaup á markaði, íbúðalánasjóð og lánasjóð íslenskra námsmanna. Dauðann bar á góma, alvarlega veikindi vina og fjölskyldu, kærastar, fyrrverandi kærastar, mistök ársins, það var grátið og hlegið og dansað og basically allur tilfinningaskalinn tekinn á örstuttum tíma. Snarklikkaðar en ég elska þær mest. Ho´s over bro´s...