miðvikudagur, febrúar 20, 2008

Mig langar ekki að hætta held ég. Síðasta einn og hálfan mánuðinn hefur mig klæjað í fingurnar að skrifa einhverja dæmalausa visku á þessa síðu en haldið aftur af mér. Nú er hins vegar komið að því. Það er ekkert sérstakt sem ýtir mér af stað, kannski sú staðreynd að ég á að vera að gera verkefni í afbrotafræði en ég hef mig ekki í það.

Látum okkur sjá hvað er að frétta..

Akureyri... já akureyri... blessuð Akureyrin... hún versnar ekki. Lífið er auðveldara svona á vorönn. Borgarbarnið í mér er ánægt með Akureyri og vill bara hérna aðeins. Mér finnst til dæmis allt í lagi þó ég komi ekki til Reykjavíkur fyrr en um páskana og mér finnst líka allt í lagi þótt ég stoppi ekki nema í 5 daga.

Í síðustu viku fór Þuríður fjóra daga á barinn, ekkert bara fjóra daga, heldur fjóra daga í röð á barinn. Það er ekkert persónulegt met neitt en way over line miðað við það sem hefur að gerast hérna síðustu mánuðina. En Þuríður skemmti sér vel, sérdeilis vel.

Sambýlismennirnir mínir eru alltaf jafn ágætir þótt skiljanlega sé fullt af hlutum sem ég hreinlega get ekki skilið. Það eru samt bara svona stráka hlutir sem ég skil ekki, ég kem ekki verri kona útúr þessari sambúð ég held að það sé alveg á hreinu. Bara svona tilbúin fyrir lífið. Nei ekki lífið kannski en svona harnaðri kannski, þoli betur allskyns orðalag og svoleiðis.

Í desember fór ég í Ikea með Mörtu og barni. Við versluðum hluti og svo sótti ég bílinn. Sótti bílinn og bakkaði upp að þarna hliðinu þar sem maður sækir vörurnar, ég bakkaði skringilega upp að og svona rétt bakkaði smá upp á einhvern staur, það sást nú svo sem hvorki á staurnum né bílnum og ég viðurkenni fúslega að ég er glötuð í að bakka, bakka bíl... og eiginlega bara bakka. Það er skemmst frá því að segja að 2 ára gamalt barnið fékk vægt taugaáfall, fékk skilaboð í gær um það að sama barn er ennþá að tala um það að það hafi verið bakkað á eitthvað einhvern tímann..