sunnudagur, mars 09, 2008

Fyrir rétt tæplega viku síðan stakk ég að sambýlismanni mínum hvort við ættum ekki að elda lambabóg forlátan sem við áttum í frystikistunni komandi laugardagskvöld (þá gærkvöldið skoh) svona í ljósi þess að bráðlega fer sambúð að ljúka og um að gera að halda eitt svona matarboð áður en yfirlýkur. Það var samþykkt á notime. Ég spáði þannig ekkert meira í matarboðið sjálft, reyndi hinsvegar að fá uppúrhonum á miðvikudaginn hvernig þetta ætti að vera allt saman, svona þegar í ljós kom að bógurinn var ekki málið. Það mátti samt ekkert ræða það þá, hann ætlaði að sjá um þetta bara.

Við tókum síðan til við eldamennsku í gær, prúðbúin bæði tvö, seinni part dags. Það var gaman, mér var auðvitað kennt um allt sem úrskeiðis fór og að sjálfsögðu var líka mér að kenna að ekki var til það sem vantaði, en hey, það er sem ég segi, stundum er gott að ræða hlutina fyrirfram. Við borðuðum sex saman, ég og vinirnir hans Hidda, það var gaman, svo var meira gaman og meira gaman. Þetta er hálf móðukennt, það var margarítur, það var bjór, það var þýsk þjóðalagatónlist, það var margarítunámskeið, það var gítar og ég man síðast eftir sjálfri mér að slamma á sjallanum á 17 ára dansleik held ég og ég get svo svarið það að við vorum í eldri kantinum þarna. Jjájá gooood times.

Annars er dagurinn búinn að vera viðburðaríkur, alveg frá því ég opnaði augun fyrst klukkan 7 í morgun. Reyndar lokuðust þau aftur og ég skreiddist fram úr um hálftólf. Sinnti mínum kvenlegu skyldum á heimilinu og tók til eftir samkomu gærkvöldsins. Ekki nóg með það heldur átti ég orku í leikhús, bíó og heimsókn og keilu! Geri aðrir betur.

En ég er úrvinda. Undir sæng, að lesa grein um drauma.

Ætli góðir hlutir gerist samt hægt eða er það þannig að ef þeir fara of hægt þá gerist ekki neitt?