Ég bankaði á hurð á hótelherbergi og mér fannst allt vera úr rauðu flaueli. Til dyra kom Hr. Hilton og sagði mér að börnin væru inn í eldhúsi, Paris hefði skroppið í búðina. Ég fór og hitti börnin sem voru að borða hafragraut. Paris Hilton kom og sagði mér að hún væri að fara að opna einhvern klúbb, hún hefði hengt kjól handa mér upp í herberginu mínu.
(What, afhverju á ég herbergi heima hjá Paris Hilton???)
Ég fór í kjólinn. Börnin héldu áfram að borða hafragraut, svo fórum við Paris, apparently vinkona mín, upp í limmu og keyrðum af stað. Næsta sem ég veit er að við erum á spítala.
Paris er að eiga barn í einhverri stofu og ég og Mona finnum hana bara ekki. Læknarnir vildu ekki trúa því að við værum vinkonur hennar og öll skilti voru með leyninöfnum á. Öllum öðrum leyninöfnum samt heldur en leyninafninum hennar Parisar.
Þá allt í einu finn ég eitthvað og gríp um magann á mér og segi, Mona, barnið er að koma. Mona horfir á mig og hleypur af stað reynir að finna lækni. Á meðan reikna ég og reikna og reikna í hausnum á mér hvort það geti verið að það sé barn í maganum á mér og hvort það hreinlega geti mögulega verið að það sé að koma núna. Það gat ekki verið, ekki séns, ég hljóp af stað, á eftir Monu og finn hana loksins þar sem hún situr með Opruh Winfrey og Rannveigu að spjalla, löngu hætt að leita að lækninum. "Mona, barnið á ekki að koma núna, ég er bara búin með fimm mánuði", þá horfði Mona bara á mig eins og ég væri hálfviti og sagðist vera löngu búin að reikna það út. Ég strýk höndunum svona niður með bumbunni og finn hvar neðst hanga út tveir litlir fætur. Lít ofan í kjólinn minn og sé að bumban er búin að eyðast ofan af barninu og ég sé höfuð, tvær hendur og líkama. Lítinn, dökkhærðan, brúneygðan, dreng, sem sagði "Mamma, það á eftir að klippa naflastrenginn!" sjitt fokk. Ég horfði á barnið og hugsaði með mér hvað ég var fegin að þetta var stutt meðganga því annars hefði verið svo miklu erfiðara að fæða barnið..
What, nei, Þuríður, come on! Hvað er þetta!
(What, afhverju á ég herbergi heima hjá Paris Hilton???)
Ég fór í kjólinn. Börnin héldu áfram að borða hafragraut, svo fórum við Paris, apparently vinkona mín, upp í limmu og keyrðum af stað. Næsta sem ég veit er að við erum á spítala.
Paris er að eiga barn í einhverri stofu og ég og Mona finnum hana bara ekki. Læknarnir vildu ekki trúa því að við værum vinkonur hennar og öll skilti voru með leyninöfnum á. Öllum öðrum leyninöfnum samt heldur en leyninafninum hennar Parisar.
Þá allt í einu finn ég eitthvað og gríp um magann á mér og segi, Mona, barnið er að koma. Mona horfir á mig og hleypur af stað reynir að finna lækni. Á meðan reikna ég og reikna og reikna í hausnum á mér hvort það geti verið að það sé barn í maganum á mér og hvort það hreinlega geti mögulega verið að það sé að koma núna. Það gat ekki verið, ekki séns, ég hljóp af stað, á eftir Monu og finn hana loksins þar sem hún situr með Opruh Winfrey og Rannveigu að spjalla, löngu hætt að leita að lækninum. "Mona, barnið á ekki að koma núna, ég er bara búin með fimm mánuði", þá horfði Mona bara á mig eins og ég væri hálfviti og sagðist vera löngu búin að reikna það út. Ég strýk höndunum svona niður með bumbunni og finn hvar neðst hanga út tveir litlir fætur. Lít ofan í kjólinn minn og sé að bumban er búin að eyðast ofan af barninu og ég sé höfuð, tvær hendur og líkama. Lítinn, dökkhærðan, brúneygðan, dreng, sem sagði "Mamma, það á eftir að klippa naflastrenginn!" sjitt fokk. Ég horfði á barnið og hugsaði með mér hvað ég var fegin að þetta var stutt meðganga því annars hefði verið svo miklu erfiðara að fæða barnið..
What, nei, Þuríður, come on! Hvað er þetta!
<< Home