ég er að reyna að plata Evuna til að koma til mín um helgina. Heilmikið framundan og mig langar að gera það með henni :)
Manstu þegar við vorum ógeðslega rokkaðar píur og hlustuðum bara á Korn og Slipknot og Quarashi og Fuel og hlustuðum bara á x-ið og vorum actually cool? Við áttum líka gaddaólar og rokkboli og vorum með rokkað hár. Þá vorum við kúl. Æji sakna þín mest besta vinkona, komdu fljótt og fáum okkur fresh margs ;)
Ég er ekki dugleg að hringja, ég veit það. Hægt og rólega er ég að reyna að bæta mig, finna einhverja örlitla ró í sálu minni til þess að setjast niður og hringja í fólkið sem mér þykir vænt um. Fyrir ykkur sem fáið fá sem engin símtöl þá vona ég að þið vitið samt að væntumþykjan og elskan er til staðar. Tinna, Freyr, Kristín, Marta, Margrét Erla, Heiðbrá og kæra fólk sem ég er löt að hringja í. Love you!
Ég sat áðan í ponsulitlu stofunni minni og var að tala við þorgerði frænku í símann og fékk snilldarhugmynd að megabloggi. En hún datt út, auðvitað, eins og alltaf. Hvaða urge er það samt sem fær mann til þess að skrifa um sitt daglega líf opið á internetið. Maður bara hreinlega spyr sig, ég hef ekki svarið.. Það eina sem ég veit er það að mér finnst það gott, þetta er einhver ákveðin leið til þess að koma mínum hugsunum og vitleysisgangi á framfæri. Ég vona bara að það fari ekki fyrir brjóstið á neinum.
Ég væri til í að skrifa svo margt frá mínum innstu hjartarótum, fara nær rótunum heldur en ég geri nú þegar.
En ég skrifa á opna síðu, og þegar maður skrifar á opinni síðu þá lætur maður kannski ekki hvað sem er flakka, ég veit auðvitað ekkert hverjir lesa hér, en undanfarna daga hafa það verið svolítið margir. Það er í fínu lagi, enda það sem ég geri og skrifa er öllum opið. Ég er svo opin manneskja ;)
Ein mynd af mér og Evunni í lokin, bara svona úr því að vera rokkaðar og í það að vera klassakonur... eða svoleiðis...
<< Home