þriðjudagur, mars 25, 2008

Góð helgi með Góðu fólki, fjölskyldan mín og vinirnir og litli strákurinn sem tilkynnti mér að ég væri vinkona hans um leið og ég labbaði inn um hurðina. Mamma hans náði loksins ágætum myndum af okkur saman, ég ákvað samt að setja þessa þar sem við erum bæði svolítið skrítin. Við erum svo skemmtilega skrítin saman. Það var frábært að heimsækja Mörtu og Hjört á fimmtudaginn, fá blaut bananaknús frá stubbnum og blaðra við Mörtu um allt og ekkert, og by the way marta kær þá eigum við eftir að fara yfir ýmis málefni sem við byrjuðum á að tala um og kláruðum ekki.
Mamman besta varð fimmtug á föstudaginn, ég veit hún vill ekki að ég setji mynd af henni hérna, en í staðinn set ég bara mynd af okkur bestu frænkunum. Afmælisveislan hófst nú fyrir hádegi þar sem við skáluðum í smá kampavíni við ömmu og afa. Svo fór að streyma fólk hérna inn og síminn hringdi stanslaust allan daginn. Það var greinilegt að móðir mín kær hefur snert fjölda fólks í þessi fimmtíu ár sem hún hefur verið til, enda er hún líka best. Ég fór svo um kvöldið í einn bjór með Mörtu. Það var gaman. Mamma vildi samt að ég setti á mig rauðan varalit og ég leyfði henni að ráða af því hún átti afmæli, þetta var allt saman skrítið og skemmtilegt.
Mikið hlakka ég til að eyða sumrinu hérna í Reykjavík, ég hef virkilega góða tilfinningu fyrir sumrinu. Ég held það verði alltaf sól :) svo ætlum við líka í hlaupaklúbbnum að stefna á maraþonið! Jájá, ég bjó til hlaupaklúbb, það vantar eitthvað frábært nafn á hlaupafólkið. Ég held þetta verði stórglæsilegur líkamsræktarhópur.... ahahahah... allavega tilfinningin verður góð að skella sér í maraþonið í haust og vera með og minnka bumbus og svoleiðis. Æji bara svona almennt hreysti þú veist, hreyfing og hollt mataræði.
Æji sofa, ég þarf að hitta lækninn minn í fyrrmálið, það er spennandi.