sunnudagur, mars 30, 2008

Mótmælaaðgerðir vörubílstjóra...
ég veit ekki alveg hvað mér finnst um þetta. Heimskulegt, já... en ég skil tilganginn. Auðvitað ættum við að taka höndum saman og mótmæla hækkun bensínverðs. Þetta er samt ekki leiðin, þetta er ekki rétta leiðin.
Við ættum öll að hætta að kaupa bensín, það væru mótmæli í lagi. En við erum ekkert að fara að hætta að kaupa bensín er það? Við þurfum öll bílana okkar til að komast í vinnu, í skóla, í búðina... það er of kalt til að hjóla, of mikill snjór til að labba, of kalt til að vera úti. Bíllinn hefur allt, hann er hlýr og góður og kemur okkur skammlaust á milli staða, við getum ekki hætt að kaupa bensín, þá þurfum við að hætta að nota bílinn góða.
Hvenær stóðum við íslendingar af alvöru saman?.... jú bíddu... var það ekki þegar 70% þjóðarinnar kaus Silvíu Nótt í júsóvisjón og svo skrifuðu aaaaaaaallir undir undirskriftalista þegar átti að reka hana úr keppni? Ég held við ættum líka að standa saman núna...