þriðjudagur, apríl 29, 2008

Það eru skrítnar hvatir sem fá mann til þess að skrifa svona á internetið, ég hef örugglega sagt það áður... en það skiptir ekki máli. Mér datt þetta aftur í hug áðan þegar ég las stjörnuspána mína:

Meyja: Þú hefur einstaka hæfileika til að koma himneskri upplifun þinni í orð, svo jafnvel hagsýnustu vinir þínir skilja þig. Það er gott fyrir sálina að spjalla saman.

Þetta fannst mér fyndið, ég meirað segja skellti uppúr hérna ein heima undir sæng. Fannst ég verða að koma þessu hér inn.
Himnesk upplifun? Vá...mér fannst það bara eitthvað svo fyndið, ég veit ekki afhverju.. ég upplifi margt himneskt, og kem því vel í orð, kannski ekki á þessari bloggsíðu, en í dagbókinni minni og í samtölum við góða vini.

Ég vorkenni alltaf eitthvað svo starfsmönnum skemmtistaða á þessum tíma, miðvikudagsdjömmin allsráðandi, sem betur fer var þó langt á milli páska og þessa tíma núna, en ég man hvernig þetta var í fyrra, þegar mér fannst við Kristín standa barvaktina bara næstum því alla daga, alveg komnar með fullkomlega nóg af þessum barvöktum og langaði bara að liggja í rúminu okkar og sofa.

Aaaallavega, ég held að flensan sé að reyna að ná í skottið á mér, ég er búin að ná að forðast pestina alveg síðan húðvesenið mitt byrjaði fyrir jah, akkúrat ári síðan og mér datt í hug að kannski núna fái ég bara flensu og húðproblemið fari... er það séns?

Á miðvikudaginn fer ég í próf í afbrotafræði, svo þegar ég er búin að taka það próf þá stefnum við á þrif á bílnum, ég ætla að henda hlutum ofan í kassa, kannski raða ég þeim fallega og skipulega ef ég er þannig stefnd oooog svo þurfum við að halda uppá afmælið hennar Rannveigar... játs það held ég nú!

Nú er nauðsynlegt að allir leggist á bæn og biðji að flensan fari svo ég hafi tíma til að gera alla þessa hluti sem ég þarf að gera í vikunni kannski... kannski þá upplifi ég eitthvað himneskt?