sunnudagur, apríl 20, 2008

Þessa dagana skrifa ég bara um einhver framtíðaráform. Ekki það sem er að gerast akkúrat núna. Núið er ótrúlega frábært. Ég er reyndar að drukkna í verkefnum í skólanum, er að klára að skrifa fræðilega ritgerð um morð, fer í próf á þriðjudaginn og skila fyrirlestri á miðvikudaginn. Ritgerðinni á ég líka að skila á miðvikudaginn, svo átti ég líka að skila verkefni á þriðjudaginn en ég er búin með það og búin að skila því ... (sko mína...;)

Ég er sem sagt flutt í skólann fyrir næstu daga, er með risastóra tösku fulla af bókum, tölvuna, tvær möppur, skriffæri fyrir lífstíð, bókastand, gulrætur, diet kók og lindubuff. Ég fer ekki heim fyrr en ritgerðardruslan er búin.

Ég tók skemmtilega skyndiákvörðun í gær, og sú ákvörðun sennilega sú sniðugasta lengi og verður til þess að í dag hef ég kraft og orku til þess að klára þessa blessuðu ritgerð. Ef ekki þá æli ég á nýju fínu tölvuna mína.

Annars þá flyt ég eftir tvær vikur aðeins. Seinna prófið sem ég tek er laugardaginn 3 maí, svo verður bara farið í það á þúsund kílómetra hraða að pakka eigum mínum og koma þeim í geymslu fyrir sumartímann. It is seriously happening, ég verð í Reykjavík í sumar, og þið sem trúðuð mér ekki... haha i told you so, ég ætlaði að koma og ég stend við það.

Jæja best að nýta þennan bleika draumaheim til að skrifa um morðin.