þriðjudagur, apríl 15, 2008

Það kemur að því að ég skrifa eitthvað. Af viti.

Núna langar mig bara í sól og sumar. Mig langaði eiginlega bara til að væla svolítið í morgun þegar ég lenti hérna í snjónum og kuldanum á Akureyri.

Ég sé fyrir mér einhverja ótrúlega kósý sumarbústaðaferð. Þar sem er heitapottur, grill, trivial, náttföt, fótbolti, badminton, trúnó, kúr&kósý, kjúklingur og sippuband. Ef við erum heppin þá er líka brennibolti og rólur, svo getum við kannski farið og skoðað gullfoss og geysi.

Mig langar líka á Þingvelli, ég hef ekki farið þangað í næstum 15 ár, það er vandræðalegt. Ég hef aldrei komið á suðurland, Vík í Mýrdal og þangað. Mig langar að fara í sunnudagsbíltúr til Hveragerðis og kaupa ís, mig langar á hestbak og mig langar á sólríkum dögum að fara í húsdýra- og fjölskyldugarðinn eða sitja í hópi góðs fólks á Austurvelli að sötra kannski hvítvín eða bara sódavatn.

Mig langar að sitja úti á svölum og lesa góða bók, stundum sálfræðibók, annars bara einhverja góða reyfara, mig langar að halda veislu og vera í kjól og sandölum.

Mig langar að fá lit á húðina og mig langar til að þurfa ekki að hafa áhyggjur af íbúðamálum og verkefnum. Mig langar á hjólaskauta og mig langar að hjóla, mig langar í hjólakeppnig og hoppa parís, svo langar mig í holllíhú, brennó og kýló.

Mig langar í hlaupískarðið, þrautakóng og ratleik.

Mig langar í bíltúr í góða veðrinu, finna svo eitthvað æðislegt spot, fara í sólbað og pikknikk, spila og hlæja.

Það er svo margt sem mig langar að gera... hvað langar þig að gera?