fimmtudagur, apríl 24, 2008

Læra... eða ég á að vera læra, er búin að eiga að vera að læra í allan dag. En einhvernveginn þá er margt mikilvægara heldur en að lesa um sálfræðilegar ástæður glæpa. Ég kom til Rannveigar rétt eftir hádegið og við ákváðum að við þyrftum að fá okkur að borða og lífsnauðsynlega að taka bensín. Við gerðum það og fundum svo margar ástæður fyrir því að við þyrftum að keyra hring eftir hring um Akureyrarbæ. Við keyrðum lengi, sem er fáránlegt á tímum hins háa bensínverðs. Eeeen við þurftum mjög nauðsynlega að keyra svona mikið því ekki gátum við farið að læra. Nú svo komum við í Vestursíðuna til Rannveigar, fundum það út að við yrðum að horfa á einn þátt af Ally Mcbeal sem urðu síðan þrír og liggja. Eftir 4 klukkutíma ligg og velt og spjall og hlæ og gláp á mjöööög skemmtileg myndbönd á youtube langaði okkur í ís. Þannig við fórum aftur í bílinn, keyrðum af stað og keyrðum 4 sinnum framhjá Brynju en fórum aldrei inn af því það var svo mikið af fólki, enduðum með grænan hlunk og magic og sitjum nú á móti hvor annarri við eldhúsborðið í Vestursíðunni og segjum hvor annarri að við séum að læra, en hvorug okkar er að læra. En góður dagur engu að síður þó enginn lærdómur hafi komist að, við ætlum bara að vaka frameftir því við verðum að klára þennan business, hún er að fara í próf og ég að skila lesefni til prófs. Flaaaaaa... en já góður dagur, við erum búnar að gera marga skemmtilega hluti og hlæja mjög mjög mikið og liggja sem er gott.

Sólin er farin og nú er komin þoka, hún er svo þykk að við sjáum ekki húsin sem eru hérna á bakvið blokkina. Það er skuggalegt, en eitthvað svo ótrúlega kósý á sama tíma. Það er eitthvað sem leynist í þokunni, eitthvað þarna úti. Mér finnst það huggulegt. Huggulegt að hafa þoku.
Stundum hugsa ég svo mikið að ég verð ringluð í hausnum af hugsinu. Þá hugsa ég aðstæður í marga hringi fram og til baka, hvernig ég myndi gera, hvernig hún myndi gera, hvernig hann myndi gera, en ef ég myndi gera það svona, hvernig myndu þau þá taka því, afhverju gerir hann/hún/þau ekki hitt eða þetta og mestur tíminn fer í að skilja ekki annað fólk. Ég eyði ótrúlegri orku í að reyna að skilja annað fólk... ég vildi óska þess að ég gæti séð áru fólks. Þá kannski myndi ég skilja betur og eyða minni tíma í að hugsa. Ég hugsa mest þegar ég er komin undir sængina mína, þá fer hausinn í gang og ég dett í einhvern gír. Fyrir jól var ég búin að ná góðum tökum á þessu hugsi öllu saman og átti leynitakka sem ég gat bara ýtt á og þá hætti ég að hugsa og steinsofnaði. Sá hæfileiki er greinilega fokinn með öllu.
Jæja, nú eru þessi skrif farin að snúast um að skrifa bara eitthvað svo ég þurfi ekki að læra. Ég held ég hætti þá bara að skrifa. Skrifa frekar eitthvað gáfulegt í hitt wordskjalið sem er búið að vera opið á desktoppinu mínu í allan dag, tómt og bíður eftir því að ég skrifi eitthvað sérstaklega gáfulegt.
Greyin mín skiljiði nú eftir komment hjá mér og skrifiði sjálf blogg svo ég þurfi ekki að læra