þriðjudagur, maí 20, 2008

Fékk útivistarleyfi síðasta fimmtudag fyrst og er síðan þá búin að vera á útstáelsi. Reyna að hitta alla og svoleiðis. Brjálað að gera hjá mér. Við Evus öðluðumst trúarlega uppvakningu á tónleiku Jet Black Joe og Gospelkórsins í Laugardalshöll síðasta föstudag þar sem við hlýddum á „negrasöngva“ eins og Páll orðaði það og mjög flott rokk Jet Black Joe. Hléin voru þó full mörg, „negrasöngvarnir“ voru full margir og Jet Black Joe spilaði ekki nema í rétt rúmar 45 mínútur, ekkert sérstakt semsagt. Okkur þótti þó gífurlega merkilegt að horfa upp á þetta sjúka fyllerí sem átti sér stað þarna í höllinni og átti ekki við stemmingu tónleikana, fyrir utan endalaust ráp tónleikagesta fram og til baka um salinn. Íslendingar kunna sig náttúrulega ekki.

Það voru sem sagt tvær mjög hneykslaðar dömur sem trítluðu út af tónleikunum og endasentust á bari bæjarins. Náðum í Hædí og spjölluðum og áttum vinkonustund. Það var gott.

Hálskirtlunum fátækari er ég klárlega mjög hress og 7 kílóum fátækari, nú er bara að halda áfram að tapa þeim í staðinn fyrir að finna ný í staðinn. Svo er líka pláss íhálsinum á mér allt í einu, ég er að hugsa um að nota þetta plás til að geyma eitthvað dót. Eða ég veit það ekki. Svo er fyrsti vinnudagurinn á morgun VÚHÚ, en já, ég lít svona út, það sést glögglega að það er búið að fjarlægja hálskirtlana þar sem það standa ekki lengur kúlur út úr hálsinum á mér.