fimmtudagur, maí 29, 2008

Hér sit ég á 3. hæð Borgarspítalans og horfi útum gluggann. Rétt áðan var ég á 11. hæð í turninum, þá var ég á æðaskurðdeild. Núna er ég komin niður á heila- og taugaskurðdeild. Það er að segja ritarastöðina. Í hvíta sloppnum mínum með gleraugun fram á nefið og headsettið á hausnum… Mér finnst þetta nokkuð gaman bara ef ég á að segja alveg eins og er. Ég hef aldrei unnið svona vinnu áður, bara aldrei… ever. Í fyrsta skipti sem ég bara sit og pikka í tölvu allan daginn, engir útlendingar, engir undirmenn, afskaplega fáir yfirmenn þar sem ég er í afleysingastöðu og bara ég, tölvan og upptökur frá læknunum. Notalegt og gott.

Fokk hvað ég verð fáránlega heit í glósunum næsta vetur eftir þetta djobb… ræð mig í svona glósuþjónustu fyrir bekkinn og græði á því.. ég held það nú!

Allar einkunnir komnar í hús, alveg frá 7 og uppí 9 en ég auðvitað brilleraði sem aldrei fyrr. Námslán plíííís sem fyrst, helst í gær. Þar sem ég er ökuníðingur og lögbrjótur óska ég eftir frjálsum fjárframlögum þangað til námslánið dettur inn… men ég ætti bara að skella mér í fangelsið til að sleppa við sektina…

Skemmtileg helgi held ég framundan, allskonar skipulag og dóterí. Samt ekki skipulag. Bara svona… ég veit það ekki, en ég ætla að gera eitthvað huggulegt.

Fyrri sumur hafa alltaf átt sér eitthvað orð, ég man að sumarið 2005 var yndislegt, sumarið 2006 var dauði, sumarið 2004 var heitt og svo framvegis… ég held að sumarið 2008 verði huggulegt. En það er bara gisk….

Hilsen af spítalanum, látið mig bara vita if you need something from the hospital…