mánudagur, júní 02, 2008

Almennt mánudagsröfl og aðgerðarleysi!
Helgi, mánaðarmót og mánudagur.

Helgin er búin, mánaðarmótin líka en klárlega ekki þessi mánudagur. Svefnlaus nótt að mestu leiti, vaknaði á svona tíu mínútna fresti og hugsaði svo mikið að ég hugsaði allt í hring. Men, hvar er takkinn minn núna!

Fór samt á fætur kl 6:50 eins og hina dagana, náði að henda mér undir sturtuna og vekja mömmu sem er með unglingaveikina þessa dagana. Augun lokuðust í sturtunni held ég, ég get svo svarið það að ég held ég hafi sofið af mér sturtuna. Skiptir svo sem ekki máli, ég er allavega hrein. Bjó til grautinn og kaffið, greiddi hárið og blés hárið og toppaði svo allt með MR gallanum hennar Ástríðar… smart Þuríður.. Mamma keyrði mig svo niðreftir, því auðvitað er þetta ekkert nema endalausar afsakanir og ég skil ekkert í sjálfri mér að vera ekki fyrir löngu síðan byrjuð að hjóla í vinnuna. Leti og hreyfingarleysi. Blah. Get. Ætla. Skal. Er einhvern veginn ekki að virka í þessu sambandi. Mig langar ekki að hjóla í gegnum Elliðaárdalinn og Fossvoginn kl 6:50 á morgnana. Aftur á móti þá kannski gæti ég sleppt því að nota hárblásara og vindblásið á mér hárið í staðinn… en æj. Mikið er nú gott að hafa svona bílstjóra. Venjulega samt lýkur letinni í lok vinnudags, þá er ég öll upprifin og mega hress og til í allt og kem mér á tveimur jafnfljótum heim. Upp Fossvoginn og svo upp Elliðaárdalinn. Það er ekkert nema ljúft og heillandi og huggulegt og gaman allt í bland. Ég tala nú ekki um það ef maður er með Muse eða Portishead í eyrunum á leiðinni. Í síðustu viku lenti ég samt í semi ógöngum, ákvað að stytta mér leið og endaði á að vera að koma mér yfir ánna á tveim plönkum í pilsi og hælaskóm… en það bjargaðist. Þuríður útivistar og fjallakona kann sko að klifra.

Við fórum í afmæli til Kalla hennar Evu á föstudaginn. Fröken Eva Lú kom gífurlega á óvart með því að sýna ótrúlega baksturstakta, hélt okkur svo uppi á ótrúlegustu drykkjarföngum sem komu úr eldhúsinu langt fram á nótt. Ég hef ekki hugmynd um hvað var í mínu glasi en það var mjööög got tog heillandi. Við Heiðbrá reittum af okkur vitleysingabrandara og vorum mjög skemmtilegar. Stofnuðum til eldhúspartýs og hlógum í marga klukkutíma. Mjööög gaman.

Ég fór líka í sund í gær. Ég hef ekki farið í sund í einhver ár. Enda á ég ekki einu sinni sundföt. Vissi svo sem ekkert hvað það myndi gera við fæturnar á mér, en ég ákvað að skella mér. Fæturnir eru í góðu lagi, en ég er brennd á bakinu og smá á vinstri kálfanum. Húðgerð… brennur alltaf verður aldrei brún. Fjandinn. Ástríður systir skildi eftir brúnkukremið sitt sem ég ákvað að fela fyrir sjálfri mér. Ég hef nefninlega séð frænkur mínar eftir að hafa borið slíkt krem á sig og þær liti pínulítið út eins og sebrahestar. Ég hef akkúrat sömu fínhreyfingar og þær svo ég stefni á að láta blessað kremið í friði, en faldi það samt bara svon just in case.

Ef einhverjum tekst að komast í gegnum þessa þvælu fær hann verðlaun!